Safna fyrir Sævar sem er í lífshættu og sárþjáður í Tyrklandi

Sævar Daníel Kolandavelu tónlistarmaður slasaðist illa fyrir sjö árum síðan en áverkarnir voru meiri en hann hélt í fyrstu. Líkt og Samstöðin hefur ítrekað greint frá þá hefur heilbrigðiskerfið neitað að sinna honum sem skyldi. Hann hefur því ekki séð aðra lausn færa en að leita út fyrir landsteinanna að læknum sem eru tilbúnir að gera eitthvað fyrir hann.

Nú er hann kominn til Tyrklands þar sem hryggjarskurðlæknir hefur samþykkt að gera á honum þrjár aðgerðir á næstu vikum og mánuðum. Því hafa aðstandendur hans komið á stað söfnun því eins og segir í færslu á Facebook þess eðlis, þá eru „erfiðir og kostnaðarsamir tímar framundan hjá Sævari. Hann er sárþjáður og í raun í lífshættu þar til þetta verkefni er yfirstaðið.“

Hér fyrir neðan má lesa það ákall um söfnun í heild sinni.

Sævar er 38 ára faðir, rithöfundur, tónlistarmaður og réttlætissinni.

Fyrir 7 árum slasaðist hann á hrygg og þar sem hann hefur ekki fengið tilhlýðilega meðferð hafa meiðslin aðeins versnað umtalsvert á þessum tíma. Sævar hefur ítrekað rekist á veggi innan íslenska heilbrigðiskerfisins og er nú svo komið að hann hefur neyðst til að sækja sér hjálp erlendis.

Í baráttu sinni fyrir því að ná aftur heilsu, hefur Sævar hjálpað mörgum öðrum í svipuðum sporum og rekur hann m.a. samfélagsmiðilinn „Rétturinn til að lifa“ á Facebook, þar sem 3.000 meðborgarar deila reynslu sinni.

Sævar er nú staddur í Tyrklandi, en virtur hryggjarskurðlæknir þar í landi hefur samþykkt að gera á honum þrjár aðgerðir á næstu vikum og mánuðum.

Það eru því erfiðir og kostnaðarsamir tímar framundan hjá Sævari. Hann er sárþjáður og í raun í lífshættu þar til þetta verkefni er yfirstaðið.

Sævar þarf okkar hjálp.

Til að fjármagna erum við að selja:

Hamp te

1 pk 5000 kr

Hugleiðslumölur

1 stk 8000 kr

Pantanir í síma 662-6867

Styrktarreikningur fyrir frjáls framlög og pantanir:

Kennitala: 150573-4409

Reikningsnúmer: 0101 05 179148

Ef ekki er hægt að styrkja hjálpar það mikið ef þið deilið áfram með vinum og fjölskyldu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí