Salvör íhugar forsetaframboð þó það sé „mikil skuldbinding“

Þeim fer ört fækkandi Íslendingunum sem ekki eru að íhuga forsetaframboð. Sjaldnast fer sú íhugun fram í einrúmi. Nær daglega er skorað á ný manneskju að fara fram. En stundum er almenningur látin vita beint af viðkomandi að framboð þeirra sé ekki útilokað. Í dag er það Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sem segist vel geta hugsað sér að vera forseti lýðveldisns.

Salvör var áður forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og sat í stjórnlagaráði. Hún segist í samtali við mbl ætla að  hugsa málið fram til páska „En allra síðustu daga hef ég fundið fyrir meiri áhuga, þannig að ég ætla að taka einn snúning á þessu,“ sagði Salvör við Vísi.

Hún segir, líkt og flesti, að forsetaembættið hafi kosti og galla. Annars vegar er það mikil upphefð að vera forseti en á hinn boginn „mikil skuldbinding“. Hvað vegur þyngra á endanum verður að koma í ljós eftir páska.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí