Samfylking muni ekki mynda stjórn með sjálfstæðismönnum eftir kosningar

Samstöðin hleypir af stokkunum nýjum dagskrárlið við Rauða borðið í kvöld og bætist þar með við fjölbreytta flóru dagskrárgerðar stöðvarinnar. Nýi þátturinn ber heitið Þingið.

Skautað verður yfir helstu þingmál fram undan, pólitísk álitaefni, misgóða efnahagsstjórn og skyldur löggjafarsamkundunnar við almenning.

Í þætti kvöldsins verða gestir þáttarins Logi Einarsson, Samfylkingunni, Þórarinn Ingi Pétursson, Framsóknarflokki og Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn. Logi var spurður hvort Samfylkingin væri að líkjast Sjálfstæðisflokknum æ meir í stefnu sinni og hvort Samfylkingin hefði hug á að starfa með Sjálfstæðisflokknum í næstu ríkisstjórn.

Sjá klippu hér: Þingið 18. mars (youtube.com)

Björn Þorláks stýrir þættinum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí