Sindri og Ísidór sleppa alveg við fangelsisvist

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, sakborningarnir í hryðjuverkamálinu svokallaða, voru fyrr í dag sýknaðir af ákæru um skipulagningu hryðjuverka. Sindri Snær og Ísidór voru fyrstir Íslendinga til að vera ákærðir fyrir undirbúning hryðjuverka. Hefðu þeir verið dæmdir fyrir þann lið ákærunnar hefðu þeir átt yfir höfði sér langa fangelsisvist, þar sem refsiramminn í hryðjuverkaákvæðum hegningarlaga er þungur.

Báðir voru þó sakfelldir fyrir vopnalagabrot. Fyrir það brot hlaut Sindri Snær 24 mánaða dóm og Ísidór Nathansson 18 mánaða dóm. Varla er hægt að tala um fangelsisdóm, því hvorugur þeirra mun þurfa að afplána dóm sinn í fangelsi.

Þeir sem fá dóm á Íslandi undir tveimur árum geta afplánað í samfélagsþjónustu. Ætla má að báðir muni nýta sér það. Rétt er að taka fram að meðan rannsókn stóð yfir sátu þeir í ellefu vikur í gæsluvarðhaldi. Sá tími verður dreginn frá refsingunni.

Líkt og fyrr segir áttu þeir yfir höfði sér langa fangelsisvist, allt að ævilöngu fangelsi, svo afplánun í samfélagsþjónustu hlýtur að teljast vel sloppið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí