Steinunn Ólína íhugar forsetaframboð „alvarlega“

Forsetakosningar 27. mar 2024

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona íhugar nú alvarlega að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Frá þessu greinir hún í aðsendri grein á Vísi. Segir hún að þar vegi þyngst hvatninga „bláókunnugs fólks úr röðum almennings frá áramótum. Hvatning frá fólki sem finnst það þekkja mig, þykist vita hvar það hefur mig, hefur lesið það sem ég hef skrifað um samfélagsmál, og sem veit að ég hef persónulega staðist erfiðar áskoranir í lífinu og hræðist ekki mótlæti.“

Í grein sinni nefnir Steinunn Ólína að árið 2012 hafi nafn hennar verið nefnt í tengslum við hugsanlegt framboð til forseta. Hún hafi þá verið búin nefna í opinberri umræðu að þörf væri á nýjum forseta en ákvað þegar á hólminn var komið að gefa ekki kost á sér. Hún hafði enda búið í um áratug í Bandaríkjunum og þótti sem hún væri of utangátta í íslensku samfélagi. „Með því að rétta upp höndina meira af óþekkt en alvöru í forsetakosningum 2012 vildi ég hvetja aðrar manneskjur úr röðum almennings til að gera slíkt hið sama,“ skrifar Steinunn Ólína. 

Steinunn Ólína rekur að henni hafi verið innrætt það ungri að eini mælikvarðinn á samfélög væri framkoma þeirra við þá sem höllum fæti standa. „Að auðsöfnun sem veldur öðrum beinum skaða sé ófyrirgefanleg og þá jafnframt óafsakanlegt að láta það sig engu varða, að látast ekki sjá það og samþykkja með þögninni. Þessum sjónarmiðum hef ég alla tíð verið sammála.“

Steinunn Ólína segist trúa því að þátttaka í mórun samfélags sé skylda hverrar manneskju sem trúi á og vilji verja lýðræði. Hún hafi aldrei átt sé klappstýrur eða jáfólk. Hún kunni að meta hreinskiptin samskipti og vill að í lýðræðissamfélagi geti fólk óhindrað tjáð sig, án þess að eiga á hættu útskúfun og útilokun. „Erfiðar kennslustundir lífsins hafa kennt mér æðruleysi og auðmýkt en einnig að í öllum manneskjum býr eitthvað fagurt og gott sem stundum þurfi að leita að til að sjá það […]

Ég lærði hvað raunveruleg verðmæti eru þegar þjóðin stóð með okkur hjónum í veikindum Stefáns Karls. Sú væntumþykja og hlýja sem streymdi til mín og barnanna okkar var svo áþreifanleg og heilandi að það gerði okkur fært að ganga upprétt þrátt fyrir mikinn missi. Slíkrar hlýju og ástar í erfiðum aðstæðum óska ég öllum, ekki bara útvöldum, þjóðþekktum einstaklingum.“

Steinunn Ólína segir þá að lokum að gefi hún kost á sér í komandi forsetakosningum verði það gert af heilum hug. „Af djúpu þakklæti fyrir að fæðast í þessu fallega og örugga landi og hafa notið þess atlætis sem raun ber vitni.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí