Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og forsetaframbjóðandi, segir að frumvarp sem nú liggur fyrir á Alþingi sanni vel mikilvægi forsetaembættisins. Hún segir að málskotsréttur forseta Íslands sé í raun til þess að stöðva svona frumvörp. Steinunn er fjarri lagi sú eina sem varar gegn þessu frumvarpi en Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur fullyrt verði frumvarpið að lögum þá séu einfaldlega verið að gefa fiskeldisfyrirtækjum auðlindir þjóðarinnar.
Steinunn Ólína segir í ákalli, sem hún birtir á Facebook, að vegna þessa sé það grafans alvara að halda Katrínu frá forsetaembættinu. Ákallið má sjá hér neðst.
„Verði þetta frumvarp Katrínar Jakobsdótturr og Svandís Svavarsdóttir um laxareldi samþykkt, þá höfum við Íslendingar gefið einkaleyfishöfum í fiskeldi í hafi, ótímabundin aðgang og yfirráð yfir okkar fallegu íslensku fjörðum á Vesturlandi og Austurlandi. Þetta er smjörþefurinn af því sem íslensk sjávarútvegsstefna ríkisstjórnarinnar hyggst fyrir,“ segir Steinunn Ólína og bætir við að allt bendi til þess að hér sé stefnt að því að búa til nýtt kvótakerfi, og þetta kerfi verði líklega síst minna umdeilt.
„Það skal enginn velkjast í vafa um að þetta er nýtt gjafakvótakerfi sem deilt verður út með leyfum fjarða á milli sem bæði má selja og leigja áfram meðan birgðir endast. En birgðirnar munu ekki endast lengi, því litla sem enga ábyrgð eða skyldur skulu fjarðargafakvótaeigendurnir nýju bera gagnvart náttúru og lífríki Íslands. Afleiðingar ófyrirsjáanlegar og óafturkræfar munum við Íslendingar hinsvegar bera. Auðsýnt er að fyrrverandi forsætisráðherra forðaði sér úr stjórnmálunum áður en frumvarp hennar og Svandísar fór til umræðu í þinginu. Þetta gjafakvótafrumvarp ætlar hún að reyna að þvo hendur sínar af sér með forsetaframboði sínu,“ segir Steinunn.