Þú verður ekki forseti nema knúsa nokkur lömb – En bara einn gerir það rétt

Það stefnir í nokkuð spennandi forsetakosningar ef marka má nýjust skoðanakannanir. Samkvæmt könnun sem Prósent gerði fyrir Morgunblaðið þá stefnir í að fjórir frambjóðendur séu að fara að skipta á milli sín yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ofan á það þá er mjög mjótt á munum milli þeirra. Baldur Þórhallsson mælist með mest, 27 prósent, en ekki er marktækur munur á honum og Katrínu Jakobsdóttur, sem mælist með 24 prósent. Halla Hrund Logadóttir og Jón Gnarr mælast svo með næstum sama fylgi, um 18 prósent.

Þau fjögur hafa háð nokkuð ólíka kosningabaráttu, hingað til í það minnsta, en þó er ljóst að öll virðast þau meðvituð um ákveðin grundvallaratriði sem ekki er hægt að komast hjá, sé maður í framboði til forseta Íslands. Eins og að birta mynd af sér að knúsa lamb. Þórdís Gísladóttir rithöfundur vekur athygli á þessu á Facebook og birtir myndirnar sem sjá má hér fyrir ofan.

„Knúsa, skjóta eða éta?,“ spyr annar rithöfundur og fyrrverandi frambjóðandi, Andri Snær  Magnason. En það er hægar sagt en gert að halda á lambi. Það er að segja ef maður ætlar að halda á því rétt. Þriðji rithöfundurinn Hallgrímur Helgason vekur athygli á þessu. Aðeins einn sýnir rétt handtök. Enda sá eini úr sveit. Það er Baldur Þórhallsson, segir Hallgrímur. „Þú sérð hvernig hann heldur á lambinu,“ segir Hallgrímur.

Hann bætir svo við að Halla Hrund sé ekki úr sveit, líkt og margir halda. „Átti held eg ömmu og afa og var mikið hja þeim, en fædd á mölinni held ég,“ segir Hallgrímur. Hér fyrir neðan má virða fyrir sér handtök frambjóðenda nánar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí