Skilur ekki hvers vegna flestir Sjálfstæðismenn ætla að kjósa Katrínu

Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari og lykilmaður í Eimreiðarhópnum umdeilda, segist ekkert botna í því að flestir Sjálfstæðismenn hafa ákveðið að kjósa Katrínu Jakobsdóttur í komandi forsetakosningum. Í það minnsta benda skoðanakannanir til þess.

„Það er furðulegt að nær helmingur stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins hyggist samkvæmt könnun Morgunblaðsins kjósa Katrínu Jakobsdóttur í embætti forseta Íslands í komandi kosningum,“ skrifar Jón Steinar á Facebook og telur svo upp það sem hún hefur á samviskunni, að hans mati.

„Þessi kona hefur verið í forystu þeirra sem hafa árum saman hindrað virkjun okkar náttúruvænu orku til rafmagnsframleiðslu í landinu, þannig að nú þurfum við að framleiða raforku með olíu. Í orku fallvatna og jarðvarma felast einhverjar verðmætustu auðlindir landsins. Svo hefur hún verið í forystu fyrir þá landsmenn sem hafa viljað drepa börn í móðurkviði alveg fram að fæðingu,“ segir Jón Steinar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí