Svava Arnardóttir nýr formaður Geðhjálpar

Geðheilbrigði 24. mar 2024

Svava Arnardóttir var kjörin nýr formaður Geðhjálpar til næstu tveggja ára á aðalfundi landssamtakanna síðastliðinn fimmtudag. Tvær voru í kjöri, Svava og Guðrún Þórisdóttir. 

Sigríður Gísladóttir lét af störfum sem formaður samtakanna á fundinum, en hún hafði gegnt formennsku síðastliðið ár. Þar áður hafði hún setið í stjórn samtakanna í tvö ár. Var henni þakkað mikilvægt framlag sitt til Geðhjálpar á fundinum. 

Geðhjálp eru frjáls félagasamtök fólks sem býr við geðrænar áskoranir, aðstandenda þeirra, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks með geðraskanir og geðfötlun. Markmið samtakanna er að stuðla að umbótum í geðheilbrigðisþjónustu og vinna að bættum hag fólks með geðrænar áskoranir, barna, fullorðinna, og aðstandenda þeirra. Stofnfundur Geðhjálpar var haldinn þann 9. október árið 1979 og var því árið 2023 fertugasta og fjórða starfsár samtakanna. Landssamtökin Geðhjálp 2023 Um starfsemi Geðhjálpar fer samkvæmt lögum samtakanna, t.a.m. um árlegan aðalfund, hlutverk stjórnar og framkvæmdastjóra. Félagar í Geðhjálp eru tæplega 8.000 talsins, um 600 hefðbundnir félagar og 7.400 mánaðarlegir styrktarfélagar með full félagaréttindi. Aðalfundur Geðhjálpar var haldinn samkvæmt hefðbundinni aðalfundardagskrá þann 30. mars 2023. Eftirfarandi sex fulltrúar auk formanns og tveggja varamanna skipuðu aðalstjórn samtakanna eftir fundinn:

Ráðgjafar og starfsmenn Geðhjálpar sinntu samtals yfir 2.000 erindum á árinu 2023. Mörgum þessara erinda var leyst úr í síma en 320 einstaklingar leituðu til ráðgjafa samtakanna auk þess sem yfir 200 komu á skrifstofuna og ræddu við annað starfsfólk. Hver einstaklingur kom að meðaltali í 1,8 viðtöl og viðtölin því alls 544. Ráðþegar skiptust þannig að 66% voru konur, 32% karlar og 1% kynsegin. Flest sem leituðu til samtakanna voru í aldurshópnum 40-49 ára eða um 31% , þar á eftir 18-29 ára eða 21%, aldurshópurinn 50-59 ára voru um 20% þeirra sem komu og 30-39 ára voru 14%, en aðrir aldurshópar minna. Um 32% þeirra sem komu voru aðstandendur einstaklinga með geðrænan vanda og vildu þau oftast fá upplýsingar um hvaða úrræði væru í boði fyrir þeirra aðstandendur og fá ráð um hvernig hægt væri að styðja sem best við ástvin með geðrænan vanda. 68% þeirra sem komu í ráðgjöf voru sjálf að glíma við vanlíðan og/eða geðrænan vanda og vildu fá ráðgjöf um úrræði og leiðir til að vinna í eigin bata.

Yngsti ráðþeginn var 16 ára og sá elsti 84 ára. Af hópnum voru 72% búsettir í Reykjavík og 12% til viðbótar í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru 14% búsettir utan höfuðborgarsvæðisins og rúmlega 2% bjuggu erlendis. Af heildarfjölda ráðþega voru 103 (32%) notendur geðheilbrigðis-þjónustunnar og 217 (68%) aðstandendur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí