Þrýsta á ríkisstjórnina að selja Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Landsnet

Viðskiptaráð Íslands, þrýstihópur helstu fyrirtækja á Íslandi, telur ríkisstjórnina ekki ganga nægilega langt í sölu á eignum almennings. Í umsögn við frumvarpsdrög fjármálaráðherra um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hvetur ráðið ríkisstjórnina til þess að láta ekki staðar numið þar. Næsta skref sé að selja Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Landsnet. Því næst verði að selja Isavia, Sorpu, Íslandspóst og RÚV. Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarkona Bjarna Benediktssonar til margra ára og næsti sendiherra Íslands í Washington, var þar til í síðustu viku framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Björn Brynjúlfur Björnsson tók við af henni fyrir helgi.

Ekki er hægt að segja að Viðskiptaráð reyni að færa sterk rök fyrir þessu. Í raun eru einu rökin byggð á kunnulegri kreddu um „hægkvæni“. „Að mati Viðskiptaráðs á hið opinbera ekki að stunda atvinnurekstur sem aðrir geti sinnt. Það er hagkvæmast fyrir þá sem fá þjónustu og fjármagna hana að hún sé veitt á samkeppnismarkaði, en það skilar sér í sem bestri þjónustu með lægstum tilkostnaði. Hvatar opinberra aðila til verðmætasköpunar eru ekki þeir sömu og einkaaðila sem getur leitt til óhagfelldrar útkomu,“ segir umsögn Viðskiptaráðs.

Það er ljóst að einkavæðing HS-Orku er ekki umdeild innan Viðskiptaráðs, því ráðið vill selja Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubú Vestfjarða. Líkt og Samstöðin hefur áður fjallað um þá eru eigendur HS-Orku í dag flestir erlendir og tekjur af starfseminni renna úr landi. Viðskiptaráð segir hins vegar: „Með því að losa um eignarhald á fyrirtækjum í eigu hins opinbera mætti auka samkeppni samhliða því að laða að fjárfestingu, bæði frá innlendum aðilum og erlendum.“

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá hvað Viðskiptaráð vil selja.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí