Tókust á um ástæður hnignandi menntunar og aukins ójafnaðar

„Það verður að segjast eins og er að hljóðið er mjög þungt er kemur að grunnskólunum,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar á Alþingi í gær í umræðum um aukinn ójöfnuð í skólum hér á landi.

Hún vísaði til viðbragða skólastjórnenda í grunnskólum víða un land sem staðhæfðu miklar áskoranir. Samfélagsgerðin hefði breyst hratt á skömmum tíma og tónn skólastjórnenda væri þungur. Gæði menntunar á niðurleið samkvæmt Pisa-könnunum enda nái skólarnir ekki að sinna þörfum ólíkra hópa eins og Þorgerður Katrín orðaði það, sjálf fyrrum menntamálaráðherra.

Fram kom í umræðunum að fjölgun útlendinga úr 30. 000 í 70.000  á innan við áratuga án íslensku-eða inngildingaráætlunar væri mikil áskorun. Ísland kynni að missa skólana sem jöfnunartæki út úr höndunum.

Spurði Þorgerður Katrín forsætisráðherra hvort það að skipta menntamálaráðuneytinu í þrennt væri eina svar stjórnvalda.

Katrín, sem einnig gegndi stöðu menntamálaráðherra um skeið, svaraði að þessi málaflokkur þyrfti meiri athygli. Svo miklar samfélagsbreytingar hefðu orðið að ekki væri hægt að skrifa ábyrgð þeirra á einstaka ráðherra eða ríkisstjórn. Hlutfall innflytjenda hafi farið úr átta prósentum í 19 prósent á skömmum tíma. Pisa-kannanir sýni að börn innflytjenda standi verr en önnur börn.

„Við erum að ganga í gegnum tæknibreytingu sem hefur gerbreytt umhverfi barna er kemur að lesskilningi og friði til að sinna lærdómi í heimi þar sem áreiti er nú miklu meira en fyrir 10-15 árum,“ sagði Katrín og vísaði til snjallsímabyltingarinnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí