Varað við yfirvofandi hryðjuverkum í Rússlandi

Sendiráð Bandaríkjanna í Rússlandi hefur gefið út viðvörun vegna hugsanlegra hryðjuverka í Moskvu á næstu tveimur sólarhringum. Fleiri stofnanir, þar á meðal utanríkisráðuneytið breska, hafa gefið samsvarandi viðvaranir. Rússnesk stjórnvöld hafa hins vegar ekki gefið út neinar viðvaranir og hafa ekki tjáð sig um meinta yfirvofandi hættu.

Segir í viðvöruninni að sendiráðið sé að fylgjast með og meta upplýsingar þess efnis að öfgamenn hyggist ráðast á mannmargar samkomur í Moskvu, þar á meðal tónleika. Er bandarískum borgurum ráðlagt að forðast mannfjölda næstu tvo sólarhringana, sagði í viðvöruninni sem gefin var út í gærkvöldi. Ekki koma fram neinar upplýsingar um hverjir meintir öfgamenn eru. 

Rússneska öryggislögreglan FSB greindi frá því í gær að fulltrúar hennar hefðu komið í veg fyrir aðgerðir sellu Íslamska ríkisins í Kaluga héraði. Hefði sellan haft í hyggju að ráðast á ónefnt skotmark tengt gyðingdómi í Moskvu. Samkvæmt yfirlýsingu FSB veittu meðlimir sellunnar mótspyrnu og voru skotnir af fulltrúum FSB. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí