„Ekki þeirra einkamál hvort landið hafi starfhæfa ríkisstjórn eða ekki“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, segir að þrátt fyrir orð ýmsa stjórnarliða þá séu stjórnarflokkarnir þrír í raun að slíta stjórnarsamstarfi. Þórhildur Sunna segir þetta ekkert smá atriði líkt og sumir hafa haldið fram.

„Var í Vikulokunum rétt áðan að ræða þá stöðu sem upp er komin í kjölfar þess að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti að hún ætli í forsetaframboð. Mér fannst áhugavert að heyra Orra Pál, þingflokksformann VG halda því fram að það sé bara eitthvað teknókratískt atriði að Katrín sé að slíta stjórnarsamstarfi ríkisstjórnarinnar þegar hún fer á morgun á Bessastaði að biðjast lausnar fyrir sína ríkisstjórn,“ segir Þórhildur Sunna á Facebook og heldur áfram:

„Áhugavert því þetta er lýsandi fyrir hversu léttvægt stjórnarmeirihlutanum finnst að forsætisráðherra ætli að leysa upp ríkisstjórnina sem þau taka þátt í. Því auðvitað er það engin teknókratik að lýsa stjórnskipulegum afleiðingum þessarar àkvörðunar Katrínar sem stjórnarskráin segir fyrir um.“

Hún segir þetta viðhorf lýsandi fyrir þá nálgun sem stjórnarliðar nálgast vald sitt. „Þessu stjórnarsamstarfi er lokið. Það sem nú er að gerast er að flokkarnir þrír sem hætta að vera í stjórnarsamstarfi á morgun eru í stjórnarmyndunarviðræðum um hvort þau geti myndað nýja ríkisstjórn. Það er ekkert smáatriði, en því miður finnst mér stjórnarliðar sjaldnast nálgast vald sitt af þeirri ábyrgð sem þeim ber. Það er ekki þeirra einkamál hvort landið hafi starfhæfa ríkisstjórn eða ekki,“ segir Þórhildur Sunna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí