Fjöldagrafir finnast við al-Shifa sjúkrahúsið og í borginni Beit Lahhiya á Gaza

Fimmtán lík til viðbótar fundust í og við al-Shifa sjúkrahúsið á Gazaströnd í gær. Ísraelski herinn dró sig frá sjúkrahúsinu fyrir um hálfum mánuði, eftir að hafa setið um það og gert linnulausar árásir svo vikum skipti. Tvær fjöldagrafir hafa fundist á Gaza síðustu daga. 

Heilbrigðisstarfsfólk og almennir borgarar hafa leitað og grafið eftir ástvinum sínum á svæðinu. Palestínumenn segja að Ísraelsher hafi myrt hundruði Palestínumanna á spítalasvæðinu og skilið lík þeirra eftir þegar herinn dró sig í burtu. Hundruð líka hafa fundist frá því munu hafa fundist á svæðinu í kringum spítalann að því er yfirvöld á Gaza herma. 

Í síðustu viku fannst fjöldagröf við spítalann, önnur tveggja sem fundist hafa á Gaza síðustu daga, en hin fannst í borginni Beit Lahiya. Fréttamaður Al Jazeera sem var á staðnum þegar fjöldagröfin við al-Shifa sjúkrahúsið fannst lýsti því að níu lík hefðu fundist í gröfinni áður en heilbrigðisstarfsmenn hefðu hætt uppgreftrinum af ótta við að verða að skotmörkum ísraelskra dróna sem svifu yfir svæðinu. 

Líkin sem fundust í fjöldagröfinni voru ekki rotnuð að fullu og bendir það til að stutt sé síðan fólkið var myrt. Sumt fólkið virðist augljóslega hafa verið sjúklingar á sjúkrahúsinu en það var með sáraumbúðir og æðaleggi fasta við sig. Ættingjar hafa borið kennsl á einhver líkanna og hafa staðfest að sumt fólkið hafi verið sjúklingar á sjúkrahúsinu. 

Læknar og hjúkrunarlið hefur lýst því að fólk hafi verið myrt utan við aðalinngang sjúkahússins, þau hafi orðið vitni að því, sem og að fólk hafi verið grafið. 

Í Beit Lahiya á norðurhluta Gazastrandar fannst þá fjöldagröf með tuttugu líkum. Íbúar á svæðinu segja að líkin séu öll af fjölskyldumeðlimum Al-Assaf fjölskyldunnar, sem ísraelskir hermenn hafi myrt fyrir um fjórum mánuðum síðan. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí