Hamas segist ekki geta sleppt nægilega mörgum gíslum til að uppfylla kröfur Ísraela

Ónefndir Ísraelskir embættirmenn halda því fram að Hamas-samtökin hafi gefið til kynna að þau séu ekki í færum til að bera kennsl á eða finna 40 ísreaelska gísla, sem krafist er að leystir verði úr haldi svo hægt sé að ná samkomulagi um fyrsta fasa vopnahléssamkomulags á Gaza. Yfirlýsingar þessa efnis vekja áhyggjur í þá veru að fleiri gíslar sé látnir en hingað til hefur verið talið. 

Samkvæmt drögum sem sett hafa verið fram varðandi vopnahléssamningana er Hamas skylt að leysa á fyrstu sex vikunum 40 af þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Þar af eru allar konurnar, sem og þeir sem eru sjúkir og aldraðir. Í skiptum yrði hundruðum palestínskra fanga sleppt úr haldi úr fangelsum Ísraela. 

Samkvæmt áðurnefndum heimildum, auk annarra sem munu standa nærri samningaviðræðunum, og greint er frá í erlendum miðlum, hafa Hamas samtökin greint sáttasemjurum, meðal annars frá Katar og Egyptalandi, frá því að þau hafi ekki í haldi 40 lifandi gísla sem uppfylli umrædd skilyrði. Sú staðreynd er helsta og alvarlegasta hindrunin í að hægt sé að ná samkomulagi um vopnahlé. Í því ljósi hafa samningamenn Ísraelar þrýst á Hamas um að fylla upp í fjöldann með því að sleppa yngri karlmönnum, þar á meðal ísraelskum hermönnum. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí