Ónefndir Ísraelskir embættirmenn halda því fram að Hamas-samtökin hafi gefið til kynna að þau séu ekki í færum til að bera kennsl á eða finna 40 ísreaelska gísla, sem krafist er að leystir verði úr haldi svo hægt sé að ná samkomulagi um fyrsta fasa vopnahléssamkomulags á Gaza. Yfirlýsingar þessa efnis vekja áhyggjur í þá veru að fleiri gíslar sé látnir en hingað til hefur verið talið.
Samkvæmt drögum sem sett hafa verið fram varðandi vopnahléssamningana er Hamas skylt að leysa á fyrstu sex vikunum 40 af þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Þar af eru allar konurnar, sem og þeir sem eru sjúkir og aldraðir. Í skiptum yrði hundruðum palestínskra fanga sleppt úr haldi úr fangelsum Ísraela.
Samkvæmt áðurnefndum heimildum, auk annarra sem munu standa nærri samningaviðræðunum, og greint er frá í erlendum miðlum, hafa Hamas samtökin greint sáttasemjurum, meðal annars frá Katar og Egyptalandi, frá því að þau hafi ekki í haldi 40 lifandi gísla sem uppfylli umrædd skilyrði. Sú staðreynd er helsta og alvarlegasta hindrunin í að hægt sé að ná samkomulagi um vopnahlé. Í því ljósi hafa samningamenn Ísraelar þrýst á Hamas um að fylla upp í fjöldann með því að sleppa yngri karlmönnum, þar á meðal ísraelskum hermönnum.