Íhaldssöm og skaðleg yfirlýsing Páfagarðs gæti ýtt undir ofbeldi og mismunun gegn transfólki

Páfagarður herti í dag enn á andstöðu sinni við kynleiðréttingar í yfirlýsingu þar sem kynleiðrétting er sett í sama mengi og þungunarrof, líknardráp og staðgöngumæðrun. Segir í yfirlýsingunni með slíkum aðgerðum sé verið að „hafna áætlun Guðs fyrir manneskjuna“. Rannsóknir hafa sýnt að kynleiðréttingar bjarga mannslífum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við baráttu trans fólks fyrir viðunandi heilbrigðisþjónustu og að kyn misræmi sé meðfætt og ekki geðsjúkdómur.

Í yfirlýsingu páfagarðs, sem Frans páfi sjálfur samþykkti og undirritar, eru kynleiðréttingar fordæmdar og þeirri hugmynd hafnað að hægt sé að breyta kyni fólks. Þar segir að guð hafi skapað konur og menn og þau séu líffræðilega ólík. Því megi fólk ekki „fikta“ í áætlun herrans eða að „reyna að leika guð“. Sennilega hafa þróunarfræðingar eitt og annað við þessar útskýringar að athuga. 

Þá segir að hvers konar kynleiðrétting (Páfagarður notar kyn breyting) geri það að verkum að hætta sé á að mannleg reisn fólks, sem það hlaut strax við getnað, fari í vaskinn. Hvorki meira né minna. 

Yfirlýsingin hefur verið í vinnslu í fimm ár og kallast hún „Óendanleg reisn“. Um 20 blaðsíðna yfirlýsingu er að ræða þar sem Páfagarður fer um víðan völl varðandi þá þætti sem kaþólska kirkjan telur að ógni mannlegri reisn. Þar er eitt og annað nefnt sem almenn samstaða ætti að skapast um, til að mynda að fátækt, dauðarefsingar, stríð og ofbeldi gegn konum ræni fólk mannlegri reisn. Hið sama segir páfagarður um kynferðisofbeldi, og myndu sumir segja að ekki veitti af að páfagarður talaði þar hreint út. 

Hins vegar eru í yfirlýsingunni einnig kynleiðréttingar, þungunarrof, staðgöngumæðranir og dánaraðstoð fordæmt. Að mestu leyti má segja að verið sé að endurtaka kaþólskar kennisetningar síðari ára um málefnin. Frans páfi hefur oft og ítrekað talað gegn kynleiðréttingum á síðar árum, meðal annars lýst þeim sem „ljótum“ sökum þess að þær stroki út það sem hann kallar muninn á konum og körlum. 

Baráttufólk fyrir réttindum hinsegin fólks innan kaþólsku kirkjunnar hafa þegar brugðist við og gagnrýnt yfirlýsinguna sem íhaldssama, skaðlega og að hún gangi einmitt gegn því sem í henni er sagt, að varpa ljósi á „óendanlega reisn“ allra guðs barna. Varað er við því að yfirlýsingin geti haft alvarleg áhrif fyrir transfólk um heim allan og blásið enn frekar í glæður ofbeldis og mismununar. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí