Ísraelsher ræðst vísvitandi að blaðamönnum – Tugir Palestínumanna látnir og særðir eftir árásir síðasta sólarhring

Að minnsta kosti 19 Palestínumenn eru látnir og yfir 200 særðir eftir linnulitlar árásir Ísraelshers á Nuseirat flóttamannabúðirnar á Gaza síðasta sólarhringinn. Ísaraelar hafa ráðist ítrekað með sprengjuregni á búðirnar síðustu daga.

Síðastliðinn föstudag særðist fjöldi blaðamanna í árás Ísraelshers á búðirnar, þar sem þeir voru að störfum. Að minnsta kosti einn þeirra er í lífshættu. Um 140 blaða- og fréttmenn hafa látið lífið frá því árásarstríð Ísraela á Gaza hófst 7. október.

Ísraelskir skriðdrekar réðust beint að blaðamönnunum, að því er fram kom í yfirlýsingu tyrkneska ríkissjónvarpsins TRT. Myndatökumaður TRT, Sami Shehada, missti annan fótinn í árásinni. Í yfirlýsingunni segir að enginn vafi leiki á því að árásin hafi verið gerð að yfirlögðu ráði þrátt fyrir að blaða- og fréttamenn hafi verið kyrfilega merktir sem slíkir.

„Við vorum að taka myndir á öruggum stað, ég var í skotheldu vesti og með hjálm, meira að segja var bíllinn sem ég var í merktur PRESS og TV. Það var augljóst að ég var almennur borgari og blaðamaður. Við vorum skotmarkið,“ er haft eftir Shehada í frétt CNN, þar sem hann lá á skurðarborðinu.

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa lýst því að vísvitandi árásir og morð á blaðamönnum séu stríðsglæpir. Í febrúar síðastliðnum lýstu Sameinuðu þjóðirnar því að Ísraelsher hefði ráðist á blaðamenn þrátt fyrir að þeir væru greinilega merktir sem slíkir, í merktum jökkum og með merkta hjálma.
Slíkar árásir sýni fram á að „dráp, meiðsl og fangavist séu vísvitandi stefna Ísraelshers til að hindra fjölmiðla og þagga niður gagnrýna fréttamennsku,“ sagði í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí