Jón afdráttarlaus hvað varðar Ísrael: „Ég hef ógeð á þessu“

Þeir eru ekki margir forsetaframbjóðendurnir sem hafa lýst eins afdráttarlausri skoðun á málefni Ísraels og Palestínu og Jón Gnarr. Hann segir að ef hann væri forseti myndi hann krefjast vopnahlés tafarlaust. Þetta kemur fram í viðtali við hann í hlaðvarpinu Vaktin en Heimildin greinir frá því.

Hann var spurður um hver afstaða hans væri til ástandsins í Palestínu. Því svaraði Jón: „Ég hef ógeð á þessu. Mér finnst þetta algjörlega yfirgengilegur viðbjóður. Og ef ég mætti ráða myndi ég krefjast tafarlauss vopnahlés.“

Auk þessa segir Jón nauðsynlegt að Ísrael skili þeim landsvæðum sem það hefur tekið. „Og leggja niður þessar andstyggilegu landnemabyggðir sínar – eða landtökubyggðir – þar sem eitthvað nöttaralið er að byggja sér þorp inni í annarra landi. Mér finnst það yfirgengilega frekt,“ segir Jón.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí