Konur á Gaza hafa misst réttinn til einkalífs

Shahd Sataria starfar hjá félagasamtökunum Palestinian Working Women Society for Development (PWWSD) á Vesturbakkanum, sem eru samstarfsaðili UN Women í Palestínu.  Sataria er fædd og uppalin á Vesturbakkanum en móðir hennar er frá Jabalia-búðunum á Gaza. Fram til ársins 2004 heimsótti hún móðurfjölskyldu sína á Gaza á hverju sumri.  

„Síðast þegar ég heimsótti Gaza var ég níu ára,“ segir Sataria. En það hefur reynst fjölskyldunni erfitt að fá leyfi til að ferðast frá Vesturbakkanum til Gaza allt frá því að svæðið var sett í herkví. „Þetta hefur verið barátta allt mitt líf og hluti af sjálfsmynd minni,“ segir hún. 

  „Á Gaza hafði maður sjóinn,“ segir Sataria. „Ég á stóra fjölskyldu. Við komum saman heima hjá ömmu og sváfum á gömlum dýnum [á gólfinu]… þetta voru frábærar nætur.“  

Sataria man eftir sér leikandi við frænkur sínar, hlaupandi úr garði ömmu sinnar og yfir til frænda síns í næsta húsi. Hún man eftir plöntunum, djúpbláa hafinu, nóttum fullum af sögum og söng. Á morgnana hópuðust konurnar í fjölskyldunni til ömmu hennar og spjölluðu saman.  

  Sataria fékk ekki að hitta ömmu sína aftur áður en hún dó. Hún hafði ekki leyfi til að heimsækja Gaza.  

„Konur hafa misst möguleika á menntun, til að koma að ákvarðanatöku og til valdeflingar,“ segir hún. „Þær hafa líka misst heilbrigðisþjónustu og þær sem voru í glasafrjóvgunarferli misstu möguleika sína á miðri leið.“  

Myndband: Þrjár konur frá Gaza segja frá aðstæðum kvenna þar

Það sem UN Women er að gera á Gaza  

Konur á Gaza hafa einnig misst réttinn til einkalífs þar sem þær hafast nú við í fjölmennum neyðarskýlum eða tjöldum. Konur á Gaza hafa heldur ekki skjól á borð við kvennaathvörf sem þær geta leitað til í kjölfar ofbeldis.

PWWSD, samstarfsaðili UN Women í Palestínu, veitir sálrænan stuðning, fjárhagsaðstoð og aðra þjónustu fyrir konur og stúlkur í Palestínu. Síðan 7. október 2023 hefur UN Women náð til tæplega 100.000 kvenna og fjölskyldna þeirra með mat, teppi, vetrarfatnað og hreinlætisvörur.  

UN Women hefur kallað eftir því að ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gaza, tafarlausrar og skilyrðislausrar lausnar allra gísla og óhindraðs aðgengi mannúðarsamtaka að svæðinu verði framfylgt.

Meira en milljón manns eru föst á Gaza og eru á barmi hungursneyðar. Að auki glímir fólk við skort á vatni, mjög skert aðgengi að hreinlætisaðstöðu, skjóli og lyfjum. Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað varað við yfirvofandi hungursneyð í norðurhluta Gaza. Sameinuðu þjóðirnar og aðrar mannúðarstofnanir geta ekki veitt þá mannúðaraðstoð sem þörf er á á meðan sprengjuárásir Ísraelshers dynja á Gaza og ísraelsk yfirvöld hefta aðgengi fyrir mannúðaraðstoð.  

Að meðaltali hafa 63 konur verið drepnar á hverjum degi í stríðinu á Gaza undanfarnar vikur.

Frétt af vef UN Women á Íslandi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí