Leiðarahöfundur Moggans réttlætir morðæðið á Gaza – „Stundum verður ekki hjá því komist að grípa til vopna“

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins réttlætir í dag morð Ísraela á yfir 33 þúsund Palestínumönnum síðasta hálfa árið með orðunum „stundum verður ekki hjá því komist að grípa til vopna“. Í leiðaranum leggur höfundum mikla áherslu á árás Hamas samtakanna á Ísreal 7. október síðastliðinn, sem hann segir hafa inniborið óhæfuverk „svo viðurstyggileg að vart má færa í orð.“

Í leiðaranum getur höfundur í engu um fjölda þeirra almennu borgara sem Ísraelsher hefur myrt á Gaza-ströndinni en telur skilmerkilega upp að nærri 700 almennir borgara hafi verið myrtir af Hamas-samtökunum, þar af 36 börn. Á því hálfa ári sem Ísraelar hafa háð árásarstríð sitt á Gaza ströndinni hafa sem fyrr segir yfir 33 þúsund Palestínumenn fallið, þar af um 13.800 börn. Tæplega 76 þúsund manns hafa særst. Leiðarahöfundur minnist lauslega á að ekki megi gera lítið úr mannfalli almennra borgara á Gaza, „en það er fjarri sanni að þar eigi sér stað þjóðarmorð; hvorki hernaðaraðgerðir né mannfall benda til slíks ásetnings“.

Leiðarahöfundur reynir að bera í bætiflákana með því að segja allt stríð hrylling og enginn skyldi mæla því bót, „en stundum verður ekki hjá því komist að grípa til vopna, til dæmis þegar árás dynur yfir.“ Segir höfundar að það sé mergurinn málsins, vopnahlé hafi ríkt en Hamas hafi rofið það. Engin tilraun er gerð til þess í leiðaranum að nefna að Ísraelar hafa hersetið Palestínskt land áratugum saman, á Vesturbakkanum, í Austur-Jerúasalem og á Gaza. Hersveitir Ísraela voru vissulega dregnar frá Gaza árið 2005 en frá árinu 2007 hefur Gaza verið lokað af á láði, legi og lofti af hálfu Ísraela. Af þeim sökum er það mat Sameinuðu þjóðanna, Amnesty International og annarra hjálpar- og mannúðarsamtaka að Gasa sé hersetið svæði. 

Leiðarahöfundur segir Ísraelsríki bera skylda til að verja borgara sína árásum. Hamas hafi hafið stríðið „en það verður Ísrael, sem bindur enda á það“. Ekki megi gleyma að hafa meðaumkun með almennum borgurum á Gaza, segir leiðarahöfundur, en þeir séu einnig fórnarlömb Hamas.  „Fyrir þeim, líkt og þeim sem eiga um sárt að binda í Ísrael, er hryðjuverkaárásin 7. október nefnilega ekki að baki og verður það ekki fyrr en Hamas hefur verið upprætt,“ segir í leiðaranum. Fórnarkostnaður þess, ef það er í raun markmið Ísraela, er nú þegar orðinn 110 þúsund fallnir og særðir Palestínumenn, um þúsund börn sem misst hafa annan eða báða fætur, um 17 þúsund munaðarlaus börn, um 1,7 milljón manns á flótta, hátt í tveir þriðju alls húsnæðis á Gaza í rústum, tugir sjúkrahúsa gjöreyðilögð, heilbrigðisþjónusta í molum og hungursneið sem blasir við um 1,2 tveimur milljónum manns.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí