„Til hamingju með daginn Vigdís!“

Í dag fagnar Vigdís Finnbogadóttir 94 ára afmæli sínu. Líklega er enginn núlifandi Íslendingur sem nýtur sömu vinsælda og hún. Í dag hafa margir óskað henni til hamingju með afmælið en þar á meðal er forsetaframbjóðandinn Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.

„Ég var 11 ára þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands. Þá sumarnótt, var ég í sveitinni hjá ömmu Línu og þær vinkonurnar, Jóhanna á Arnarhóli og hún, vöktu spenntar yfir sjórnvarpinu. það gerði ég líka því auðvitað fór það ekki fram hjá mér að þetta var merkileg stund. Þegar úrslitin voru ljós hringdi mamma og nánast æpti af gleði eitthvað á þessa leið: Steina! Vigdís er orðin forseti, fyrst allra kvenna í heiminum! ,“ skrifar Steinunn og bætir við að lokum:

„Til hamingju með daginn Vigdís! Þú gerðir það sem engin hafði áður gert og ruddir brautina fyrir okkur hinar á öllum sviðum mannlífsins.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí