Segja Rússa beita efnavopnum í Úkraínu

Bandaríkin saka Rússa um að brjóta gegn alþjóðabanni gegn notkun efnavopna. Rússar hafi að sögn Bandaríkjamanna notað efnavopnið klórípikrín gegn úkraínskum hermönnum. Efnið veldur öndunarerfiðleikum og hefur virkni sem ekki er ósvipuð táragasi. Þá segja bandarísk stjórnvöld að Rússar einnig notað táragas í stríðsrekstrinum. 

Klórípikrín var notað í miklu mæli í Fyrri heimsstyrjöld. Efnið er því sem næst litlaus, olíukenndur vökvi sem veldur óþægindum í augum, á húð og í lungum. Efnið var og er notað sem skordýraeitur en var bannað í hernaði árið 1993. 

Auk þess eru Rússar sagðir hafa beitt í það minnsta tveimur tegundum táragassprengja í hernaði sínu, að því er Rauters fréttastofan hefur greint frá og haft eftir úkraínska hernum. Í það minnsta 500 úkraínskir hermenn hafi þurft á læknishjálp að halda eftir að hafa orðið fyrir eiturvopnaárásum og einn hermaður lést eftir að hafa kafnað úr táragasi. 

Táragasi er alla jafna ekki beitt nema við óeirðastjórnun, þegar verið er að leysa upp mannfjölda í mótmælum til að mynda. Við slíkar aðstæður geta almennir borgarar yfirleitt flúið af svæðinu sem táragasi er beitt á en hermönnum, sem fastir eru í skotgröfum án gasgríma, er það næsta ómögulegt án þess að eiga á hættu að lenda í skothríð óvina. 

Rússar hafa fullyrt að þeir búi ekki lengur yfir efnavopnum í vopnabúri sínu en frásagnir frá Úkraínu benda til annars. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí