Egill hjólar í Höllu: „Auðvitað var þetta vitleysa“

Halla Tómasardóttir forsetaframbjóðandi hefur komið víða við yfir árin. Það starf sem líklega hefur reynst henni dýrkeyptast hlýtur að vera þegar hún var framkvæmdastjóri hins umdeilda Viðskiptaráð. Ráðið er í raun þrýstihópur rekinn fyrir peninga helstu fyrirtækja Íslands og virðist hafa það eina markmið að grafa undan velferðarkerfinu á Íslandi. Jú, og ráðið virðist auk þess hafa sérstaka ímugust á listamönnum en gagnrýni á listamannalaunum hefur verið rekin afram af þrýstihópnum síðustu ár.

Halla var framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs í um eitt ár, á árunum 2006 og 2007. Á þessum árum, góðærisárunum, var öll þjóðfélagsumræða mjög frjálshyggjumiðuð. Því ætti ekki að koma á óvart að Viðskiptaráð lagði margt sérstaklega furðulegt á borð. Eitt dæmi um það er þegar Viðskiptaráð gaf út skýrslu þar sem það var fullyrt að Íslendingar gætu ekkert lært af öðrum Norðurlöndum. Væntanlega ættum við frekar að horfa til Bandaríkjanna, sem enginn heilvita maður gerir lengur.

Egill Helgason fjölmiðlamaður rifjar upp á Facebook að þetta var meðan Halla Tómasardóttir var framkvæmdastjóri. „Einn af forsetaframbjóðendunum gaf eitt sinn út skýrslu þar sem sagði að gætum ekkert lært af Norðurlöndunum, við værum þeim fremri. Auðvitað var þetta vitleysa. Hér er athyglisverð grein um Danmörku – landið þar sem fólk treystir hvert öðru,“ skrifar Egill en hér má lesa téða frétt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí