Viðvarandi háir stýrivextir á Íslandi eru ekki einungis að sliga fólk og fjölskyldur, heldur einnig ríkissjóð. Stefán Ólafsson, fyrrverandi félagsfræðiprófessor, segir að ekkert land sem við miðum okkur við þurfi að borga eins mikið í einungis vexti. Meira að lönd sem eru í talsvert verri skuldastöðu eyða ekki nema þriðjungi af því sem íslenska ríkið eyðir í vexti.
„Hér er ein af afleiðingum hávaxtastefnunnar á Íslandi: Hið opinbera (ríki og sveitarfélög) greiða miklu meira í vaxtakostnað þrátt fyrir að skuldir hér séu alls ekki sérstaklega miklar – raunar nálægt meðaltali grannríkjanna. Þó hluti af skuldum hins opinbera sé erlendis þá er það hái vaxtakostnaðurinn hér heima sem trekkir upp þessi útgjöld, þ.e. af innlenda skuldahlutanum,“ segir Stefán á Facebook og birtir myndina sem sjá má hér fyrir neðan.
„Við greiðum um 6% af landsframleiðslu í vaxtakostnað vegna opinberra skulda þegar þau lönd sem næst okkur koma, Bretland og Ítalía, greiða um 4% af miklu hærri skuldum. Meðaltals vaxtakostnaður viðkomandi ríkja er í kringum 2%, eða um þriðjungur af því sem hér er. Ísland=verst í heimi á þessu sviði
!