Ísland verst í heimi í vaxtaokri

Viðvarandi háir stýrivextir á Íslandi eru ekki einungis að sliga fólk og fjölskyldur, heldur einnig ríkissjóð. Stefán Ólafsson, fyrrverandi félagsfræðiprófessor, segir að ekkert land sem við miðum okkur við þurfi að borga eins mikið í einungis vexti. Meira að lönd sem eru í talsvert verri skuldastöðu eyða ekki nema þriðjungi af því sem íslenska ríkið eyðir í vexti.

„Hér er ein af afleiðingum hávaxtastefnunnar á Íslandi: Hið opinbera (ríki og sveitarfélög) greiða miklu meira í vaxtakostnað þrátt fyrir að skuldir hér séu alls ekki sérstaklega miklar – raunar nálægt meðaltali grannríkjanna. Þó hluti af skuldum hins opinbera sé erlendis þá er það hái vaxtakostnaðurinn hér heima sem trekkir upp þessi útgjöld, þ.e. af innlenda skuldahlutanum,“ segir Stefán á Facebook og birtir myndina sem sjá má hér fyrir neðan.

„Við greiðum um 6% af landsframleiðslu í vaxtakostnað vegna opinberra skulda þegar þau lönd sem næst okkur koma, Bretland og Ítalía, greiða um 4% af miklu hærri skuldum. Meðaltals vaxtakostnaður viðkomandi ríkja er í kringum 2%, eða um þriðjungur af því sem hér er. Ísland=verst í heimi á þessu sviði

!

 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí