Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands en nú talsmaður Stígamóta, hefur komið á stað söfnun fyrir þrjá þolendur mansals sem skyndilega standa frammi fyrir því að vera á götunni í Nígeríu án penings eða skilríkja. Söfnunin sé fyrst og fremst hugsuð til þess að aðstoða þau við að kaupa mat og koma sér í skjól.
„Elsku þið öll. Nú stöndum við nokkur í ströngu að aðstoða þrjá þolendur mansals sem enduðu á götunni í Nígeríu í síðustu viku, án peninga, skilríkja eða bjargráða. Við erum að kaupa mat og hótel fyrir þær og erum að leita að athvarfi til lengri tíma og erum vongóð að það hafist á næstu dögum. Kostnaðurinn er fljótur að vinda upp á sig og því hefjum við óformlega söfnun innan okkar tengslanets núna en formleg söfnun fer af staðar á næstu dögum. Solaris ætlar að halda utanum þetta fyrir okkur og margt smátt gerir eitt stórt. Öll framlög vel þegin og nýtast fólki í mikilli neyð. Megið gjarnan deila,“ skrifar Drífa á Facebook en hér fyrir neðan má finna bankaupplýsingar fyrir þá sem vilja leggja þeim lið.
Banki: 0515-14-007471
Kennitala: 600217-0380