Safnar fyrir þolanda sem er skyndilega á götunni

Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands en nú talsmaður Stígamóta, hefur komið á stað söfnun fyrir þrjá þolendur mansals sem skyndilega standa frammi fyrir því að vera á götunni í Nígeríu án penings eða skilríkja. Söfnunin sé fyrst og fremst hugsuð til þess að aðstoða þau við að kaupa mat og koma sér í skjól.

„Elsku þið öll. Nú stöndum við nokkur í ströngu að aðstoða þrjá þolendur mansals sem enduðu á götunni í Nígeríu í síðustu viku, án peninga, skilríkja eða bjargráða. Við erum að kaupa mat og hótel fyrir þær og erum að leita að athvarfi til lengri tíma og erum vongóð að það hafist á næstu dögum. Kostnaðurinn er fljótur að vinda upp á sig og því hefjum við óformlega söfnun innan okkar tengslanets núna en formleg söfnun fer af staðar á næstu dögum. Solaris ætlar að halda utanum þetta fyrir okkur og margt smátt gerir eitt stórt. Öll framlög vel þegin og nýtast fólki í mikilli neyð. Megið gjarnan deila,“ skrifar Drífa á Facebook en hér fyrir neðan má finna bankaupplýsingar fyrir þá sem vilja leggja þeim lið.

Banki: 0515-14-007471

Kennitala: 600217-0380

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí