Segir leynt og ljóst stefnt á að selja Landsvirkjun

„Landsvirkjun að verða uppáklædd, fyrst til þess að selja sjálfa sig – það sem hún hefur að bjóða – og síðan að verða seld. Formúlan er sú sama og alltaf áður. Nei, nei, ekki stendur til að selja, bara eðlilegar kerfisbreytingar. Við erum bara að gera allt sem allir aðrir eru að gera. En svo er náttúrlega selt.“

Þetta skrifar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í nýbirtum pistli. Ögmundur telur að nú bendi flest til þess að stefnt sé á að selja Landsvirkjun, væntanlega líkt og ávallt, úr eigu almennings til erlendra eða innlendra auðmanna. Hann segir að þar til nýlega hafi það helst verið einn flokkur, Vg, sem hafi áttað sig á þessari þróun. Nú sé hins vegar búið að slökkva á þeim flokki.

„Nú voru komnar aðrar gagnrýnar raddir á þingi, að vísu alltof fáar, og úti þjóðfélaginu sprottin upp hreyfing úr röðum  kunnáttumanna úr orkugeiranum, úr heimi rannsókna og vísinda og síðan vorum það við sem ekki erum sérfræðingar í neinu en teljum okkur þó skilja að tveir plús tveir eru fjórir. Á VG var hins vegar slokkknað. Og þegar Orkupakki3 kom til sögunnar höfðu gleymst þar á bæ loforðin frá í gær. Eða ef til vill þótti bara meira um vert að halda góðri stemningu við ríkisstjórnarboðið. Og þessi afstaða hefur orðið smitandi út í kerfið. Enda vilja flestir þar í lengstu lög forðast það að vera til vandræða og spilla góðri stemningu,“ segir Ögmundur.

Hann segir eitt skýrasta merkið um þessa þróun vera nú hvernig talsmenn Landsvirkjunar tala. „Og viti menn, engu líkara er en starfsmenn Landsvirkjunar séu nýútskrifaðir úr málaskóla, farnir að temja sér tungutak sem engum manni í landinu hefur fram til þessa verið tamt. Þannig heitir grunnorka nú langtímavara og sala til neytenda kallast skammtímavara,“ segir Ögmundur og bætir við:

„Allt er nú vara. Líka vatnið. Heitt vatn og kalt hefur hingað til verið nákvæmlega þetta, heitt vatn og kalt vatn. Eins er það með rafmagnið. Hingað til hefur það einfaldlega kallast rafmagn og komið frá orkulindum sem við eigum öll saman, eins og alla starfsemina sem því tengist að fá kveikt ljósin á heimilum okkar og knúið vélarnar í fyrirtækjunum.“

Hér má lesa pistil Ögmundar í heild sinni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí