Skuldugir með ónot vegna fastvaxtabreytinga fram undan

Á lánamarkaði hefur dregið jafnt og þétt úr uppgreiðslum óverðtryggðra lána síðustu mánuði. 

Í nýrri skýrslu HMS segir að hafa beri þó hugfast að vaxtaendurskoðun sé væntanleg hjá mörgum heimilum.

Alls eru 198 milljarðar króna af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum sem koma til endurskoðunar frá júní til ársloka 2024.

Heimili með háa greiðslubyrði hafa undanfarið ár fært sig yfir í verðtryggð lán vegna hás nafnvaxtastigs sem þýðir að ofurvextir Seðlabanka bíta alls ekki sem sklyldi.

Bygg­ing­ar­að­il­ar hafa margir hverjir farið í önn­ur verk­efni en upp­bygg­ingu íbúða. Enga niðursveiflu má greina í umsvifum á byggingarmarkaði, þótt talningar HMS bendi til þess að uppbygging íbúða dragist saman á milli ára.

Störfum í greininni fjölgar á milli ára, auk þess sem hlutfallslega er eftirspurn mest eftir starfsfólki á meðal rekstraraðila í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Í geiranum eru 1.200 störf laus og hlutfall lausra starfa er 6,5%.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí