Á lánamarkaði hefur dregið jafnt og þétt úr uppgreiðslum óverðtryggðra lána síðustu mánuði.
Í nýrri skýrslu HMS segir að hafa beri þó hugfast að vaxtaendurskoðun sé væntanleg hjá mörgum heimilum.
Alls eru 198 milljarðar króna af óverðtryggðum lánum á föstum vöxtum sem koma til endurskoðunar frá júní til ársloka 2024.
Heimili með háa greiðslubyrði hafa undanfarið ár fært sig yfir í verðtryggð lán vegna hás nafnvaxtastigs sem þýðir að ofurvextir Seðlabanka bíta alls ekki sem sklyldi.
Byggingaraðilar hafa margir hverjir farið í önnur verkefni en uppbyggingu íbúða. Enga niðursveiflu má greina í umsvifum á byggingarmarkaði, þótt talningar HMS bendi til þess að uppbygging íbúða dragist saman á milli ára.
Störfum í greininni fjölgar á milli ára, auk þess sem hlutfallslega er eftirspurn mest eftir starfsfólki á meðal rekstraraðila í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.
Í geiranum eru 1.200 störf laus og hlutfall lausra starfa er 6,5%.