Spyr hvort Halla Hrund eða Baldur hefðu sniðgengið rasíska Suður-Afríku

Á dögunum voru helstu forsetaframbjóðendur spurði hvort þeir myndu horfa á Eurovison, sem fer fram í kvöld. Ljóst er að Halla Hrund Logadóttir og Baldur Þórhallson töpuðu einhverjum atkvæðum þegar þau sögðust bæði ætla að gera það. Jón Gnarr og Halla Tómasdóttir sögðust ekki ætla að horfa. Ingólfur Gíslason vakti athygli á þessu á dögunum.

„Jæja þar fór það – ég útiloka hér með bæði Höllu Hrund og Baldur. Hér segja þau á fundi að þau ætli að horfa á Eurovision. Jón Gnarr og Halla Tómasdóttir segja hins vegar nei. Hvílik vonbrigði.“

Katrín Jakobsdóttir virðist ekki hafa verið viðstödd fundin þar sem þessi spurning var boriin upp en í ljósi þess að hún var forsætisráðherra meðan Ísland sat hjá í umdeildri atkvæðagreiðsðu Sameinuðu þjóðanna og ákvað að frysta allar greiðslur til UNRWA, þá má má segja að svar hennar við spuringunnni liggi fyrir. Í raun var auðvitað verið að spyrja hvort viðkomandi styddi sniðgöngu gegn þjóðum sem stunda þjóðarmorð eða aðra alvarlega glæpi. Það gerði Katrín óneitanlega ekki í verki þó kannski í orði.

´Sólveig Anna Jónsdóttir , formaður Eflingar, setur spurninguna í augljóst samhengi og spyr hvort Baldur eða Halla Hrund hefðu þá verið á móti sniðgönguherferð gegn Suður-Afríku, herferð sem líklega átti stærstan þátt í því að fella aðskilnaðarstefnuna þar.

„Ef að forsetaframbjóðendur (og aðrir) segjast aðspurðir ekki vilja sniðganga Ísrael eða viðburði eins og Eurovision þar sem Ísrael tekur þátt er næsta spurning til þeirra: Hefðir þú sniðgengið Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar?,“ spyr Sólveig á Facebook og heldur áfram:

„Ef að svarið er já, frambjóðendurnir hefðu sniðgengið Suður-Afríku á tímum aðskilnaðarstefnunnar á að spyrja: Ef að þú trúir á mátt sniðgöngunnar til að uppræta og stöðva skelfileg mannréttindabrot hversvegna viltu ekki sniðganga Ísrael?“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí