Steinunn Ólína segist ekki vilja staðfesta nein lög er varða auðlindir, náttúru og lífríki Íslands

„Á grundvelli þeirra valdheimilda sem forseti hefur samkvæmt stjórnarskrá, lofa ég þjóðinni, að synja þeim lögum staðfestingar er varða sameignina, auðlindir, náttúru og lífríki Íslands. Með því tryggi ég að upplýst þjóð fái sjálf að ráða örlögum sínum með þjóðaratkvæðagreiðslu,“ skrifar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í tilkynningu til fjölmiðla.

„Þegar manni liggur eitthvað á hjarta er best að segja hlutina beint út svo engum dyljist um hvað er rætt. Því ætla ég að gefa landsmönnum kost á skýrum valkosti í þessum forsetakosningum,“ skrifar Steinunn Ólína. „Þjóðin vill ekki selja eða gefa frá sér landið og miðin. Þjóðin hafnar stefnu stjórnvalda. Að selja hverja þúfu, hvert blóm, hvern læk, hvern foss, eyðileggja laxastofninn okkar, grafa sundur fjöllin, menga firðina og fyrir hvað? Fyrir peninga? Sumt verður ekki metið til fjár. Og það skilja Íslendingar og allir sem elska landið okkar.“

„Ætlum við að skrifa sögur um þjóð sem allt var selt undan og var þar með gerð að þurfalingum í eigin landi?“ spyr Steinunn Ólína. „Við erum skapandi fólk og viljum hafa eitthvað um það að segja hver framtíð okkar verður. Ég býð ykkur því að skrifa með mér söguna um þjóðina sem varði landið fyrir ásækni mannanna. Þjóð sem lét ekki plata sig til að láta auðævi og náttúru sína af hendi. Við höfum gefið örfáum nóg.“

Lesa má tilkynningu Steinunnar Ólínu á Facebooksíðu hennar hér: Ástarbréf til lands og þjóðar

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí