Appvæðing Landspítalans lífshættuleg – „Fólk hefur dáið út af þessum kerfisgöllum“

„Þarf alltaf að vera app?,“ er spurning sem heyrist æ oftar með tímanum en sífellt fleiri virðast hafa fengið sig fullsadda af því að þurfa að ná í nýtt við minnsta tilefni. Oft eru þessi öpp svo einungis til vandræða, líkt og hjá Strætó eins og frægt er orðið. Margir hafa svo kvartað undan því að appvæðingin virðist ekki hafa nein jákvæð áhrif, í það minnsta fyrir notendur, og skili oft engu nema auknu flækjustigi.

Hingað til hefur appvæðingin þó fyrst og fremst valdið minniháttar óþægindum. Appvæðing Landspítalans gæti þó breytt því. Fjölmiðlakonan Nína Richter segir að það sé raunar grafalvarlegt að spítalinn hafi látið selja sér þá hugmynd að Landspítalinn þurfi app, líkt og Dominos. Hún segir það stórhættulegt að hafa upplýsingar lokaðar bak við app í stað þess að þær séu birtar á vefsíðu spítalans, svo dæmi sé tekið.

Hvað í andskotanum er Landspítalaappið og afhverju er lífsnauðsynleg grunnþjónusta á borð við krabbameinsskimanir lokuð inni í appi sem enginn hefur heyrt um á meðan allar upplýsingar eru úreltar við einfalda google leit? Spítalinn hefur látið selja sér þessa appvæðingu á kostnað notenda og þetta er skandall sem á eftir að kosta fólk lífið,“ segir Nína á Threads og útskýrir svo nánar:

„Að tryggja upplýsingar, boðun og bókanir í krabbameinsskimanir er svo ógeðslega beisik þjónusta en heilbrigðiskerfið er að klúðra þessu AFTUR. Ég þekki fólk sem hefur dáið út af þessum kerfisgöllum. Hvenær í andskotanum verður þessu komið í lag?“

Ljóst er að Nína er ekki ein á þessu máli. Landspítala-appið fær ekki margar stjörnur að jafnaði frá notendum, bæði á Google Play og App Store. Ein umsögn er sérstaklega afhjúpandi og gefur sterklega til kynna að appvæðing Landspítalans hafi verið slæm hugmynd frá upphafi:

„Þið verðið að hugsa til þess að stór hluti notenda af þessu appi býr við skerta sjón og hæfni. Ef þið stækkið stafi upp i hæsta stillingu (sem eg þarf að gera) þa kemst eg ekki lengur inn. Ég þarf þvi að fa soninn minn til að koma i heimsokn. Hann minnkar letrið. Kemst þa inn og les fyrir mig skilaboðin. Eg er þvinguð til að nota þetta app til að eiga samskipti við spitalann en er i raun ófær um það.“

Með öðrum orðum þá eru það akkúrat þeir sem þurfa mest á þjónustu spítalans að halda sem eiga erfiðast með að nota það. Í kynningarefni á sínum tíma þá var appvæðing spítalans sögð muna bæta þjónustuupplifun sjúklinga“ en niðurstaðan er þveröfug. Og eins og oft er raunin, það sem átti að vera valkvætt endar sem skylda.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí