Ísland núorðið bara fyrir ríkustu túristana

Erlendir veiðimenn sem hafa verið fastagestir sumar eftir sumar í íslenskum laxveiðiám, hafa gefist upp á dýrtíðinni hér á landi. Þeir búa sig nú undir síðustu heimsóknina til Íslands.

Viðskiptablaðið ræðir við sænskan veiðimann, Torbjörn Andersson  sem hefur veitt samfellt á Íslandi í rúma þrjá áratugi.

Nú er komið gott, segir hann. Verð veiðileyfa í ár hér innanlands sé orðið alltof hátt .

„Það er orðið brjálæðislega dýrt að stunda laxveiði á Íslandi,“ segir Torbjörn og bætir við að aðeins hinir efnuðustu geti stundað laxveiði hér á landi.

Dæmi eru um að dagurinn kosti 700.000 krónur fyrir eina stöng.

Torbjörn segir að aðeins  forstjórar erlendra fyrirtækja, bankamenn og sjóðsstjórar vogunarsjóða hafi ráð á að kaupa sér veiðileyfi í slíku ástandi.

„Ég get ekki látið bjóða mér þetta. Þar fyrir utan finnst mér algjör synd ef venjulegir Íslendingar hafa ekki efni á að veiða í eigin laxveiðiám.“

Torbjörn segir hægt að stunda laxveiði í Noregi fyrir brot af kostnaðinum á Íslandi. Þar geti menn líka átt von á að setja í 30 punda lax. Þá bendir hann á að í Skotlandi sé miklu ódýrara að stunda laxveiði á Íslandi.

Mikil umræða hefur orðið um okur og dýrtíð í íslenskri ferðaþjónustu. Okrið fælir fjölda ferðamanna frá landinu í sumar. Veit Samstöðin dæmi um að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafi nú þegar lent í rekstrarvandræðum þar sem tekjur sumarsins eru mun lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí