Sigur Höllu sigur MBA-gráðunnar

„Sigur Höllu Tómasdóttur verður um leið sigur MBA-gráðunnar, leiðtogafræða, viðskiptafræði og mannauðsstjórnunar. Þetta tekur við af sagnfræðinni, stjórnmálafræðinni, íslenskunni og bókmenntafræðunum í æðsta virðingarembætti landsins, út frá því sem verið hefur og stefndi í. Nú kveður við nýjan tón og hefst táknrænt nýtt tímabil,“ segir Jón Trausti Reynisson, fyrrverandi ritstjóri Stundarinnar og nú framkvæmdastjóri Heimildarinnar, um þau tíðindi að Halla Tómasdóttir hafi verið kjörin forseti lýðveldisins.

Jón Trausti vísar til menntunar Höllu en hún er fyrsti viðskiptafræðingurinn á Bessastöðum. Halla hefur BS gráðu í viðskiptafræði frá Auburn háskólanum í Montgomery í Alabama og MBA gráðu frá Thunderbird School of Global Management í Arizona. Hún sker sig óneitanlega nokkuð frá fyrri forsetum hvað þetta varðar. Guðni fráfarandi forseti er sagnfræðingur, Ólafur Ragnar er doktor í stjórnmálafræði og Vigdís lærði frönsku. Kristján Eldjárn var fornleifafræðingur meðan Ásgeir Ásgeirsson var guðfræðingur. Fyrsti forseti Íslands, Sveinn Björnsson, var lögfræðingur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí