Taldi upp afrek ríkisstjórnarinnar: „Aukinn stuðning við frumkvöðla“ og betri geðheilbrigðisþjónusta

Ríkisstjórnin sem nú situr er vafalaus meðal þeirra óvinsælustu frá lýðveldisstofnun. Margar ástæður eru líklega fyrir óvinsældum hennar, en áberandi er þó að þær óvinsældir einskorðast ekki við vinstri né hægri. Meðal hægrimanna er ein ástæða oftar nefnd en önnur, að ríkisstjórnin valdi stöðnun í samfélaginu, því hún komi svo fáum málum í verk.

Sigurður Ingi  Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fjármálaráðherra, er þó ekki sammála því, líkt og við var að búast. Í ræðu sem hann hélt í gær á alþjóðlegu „velsældarþingi“ í Hörpunni taldi hann upp helstu afrek stjórnvalda á síðustu árum. Fjármálaráðuneytið greinir frá þessu í tilkynningu. Ljóst er að ekki allir munu deila sýn Sigurðar Inga á gagn ríkisstjórnarinnar, enda segir hann mál leyst sem allir vita að eru ekki leyst.

Fjármálaráðuneytið segir um ræðu hans:

„[Sigurður Ingi] ræddi um mikilvægi þess að líta til áhrifa á velsæld þegar kemur að því að forgangsraða opinberum fjármunum. Hann sagði að stjórnvöld hefðu undanfarin ár gert umtalsverðar breytingar í þessa veru og nefndi m.a. bætt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, fjárfestingu í hagkvæmu húsnæði, áherslu á endurhæfingu, aukinn stuðning við frumkvöðla og stafvæðingu opinberrar þjónustu. Á Íslandi hafa verið innleiddir 40 velsældarvísar til að styðja við stefnumótun með það að markmiði að auka velsæld og lífsgæði. Sú stefnumótun felur í sér sex áherslur – andlegt heilbrigði, öryggi í húsnæðismálum, virkni í námi og starfi, kolefnishlutlausa framtíð, grósku í nýsköpun og betri samskipti við almenning.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí