Ekki er langt síðan öll met voru slegin við söfnun á undirskrifum hjá Þjóðskrá þar sem því var mótmælt að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra. Það vakti mikla athygli hve hratt sú söfnun fór á stað. Þá má einnig segja um aðra undirskriftasöfnun sem hófst fyrir einungis tveimur dögum. Þrátt fyrir að hafa ekki verið áberandi í umræðunni þá hefur sú söfnun náð nærri eitt þúsund nöfnum á svo skömmum tíma.
Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur hóf hana á sjálfan 17. júní en í stuttu máli má segja söfnunin beinist gegn áformum um að koma fyrir vindmyllum, eða vindorkuverum, víða um land allt. Þessar vindmyllur eru engin smásmíði, tvær Hallgrímskirkjur að hæð alla jafna. Á það hefur verið bent að þó horft sé fram hjá öllu því vafasama við vindmyllurnar, svo sem erlent eignarhald, þá verði seint horft fram hjá vindmyllunum sjálfum. Ljóst er að þær myndu gerbreyta útlit margra sveita.
Markmiði undirskrifarsöfnunarinnar er lýst svo: „Undirrituð skora á ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga að standa með almenningi og íslenskri náttúru og heimila ekki stóriðju í vindorku um heiðar, sveitir og strendur landsins. Vindorkuver valda óafturkræfum umhverfisspjöllum, stórfelldu landraski, sjón- og hljóðmengun, skaða vistkerfi og samfélög og ógna líffræðilegum fjölbreytileika. Þess er krafist að löggjafinn skapi sterkan lagaramma svo orkuinnviðir þjóðar, framleiðsla og dreifing, verði í almannaeigu til framtíðar. Ef fylgja á eftir áformum um einkavædd vindorkuver hringinn í kringum landið krefjumst við þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir rétt náttúru Íslands og komandi kynslóða.“
Hér má leggja nafn sitt við söfnunina ef áhugi er fyrir því.