Ísrael sprengdi skóla á Gasa með bandarískri sprengju

Israel-air-strike-09-07-2024

Á þriðjudag gerði Ísraelsher sprengjuárás á skóla í bænum Abassan austur af borginni Khan Younis í suðurhluta Gasa. Samkvæmt CNN var skólinn fullur af flóttamönnum sem voru að leita sér skjóls. Árásin varð 31 óbreyttum borgurum að bana, þar á meðal 8 börnum, og 53 særðust.

Myndband Al Jazeera sýnir börn vera að spila fótbolta hjá skólanum þegar sprengjan springur:

Vopnasérfræðingar segja í viðtali við CNN að á vettvangi hafi fundist leifar af 250 punda sprengju, svokallaðri GBU-39, sem er af bandarískri gerð.

GBU-39 er svokölluð precision-guided glide bomb eða „nákvæmnisstýrð svifsprengja“, sem er varpað af herþotum eins og F-15. Þannig að það verður að teljast ansi ólíklegt að um slysaskot hafi verið að ræða.

GBU-39 sprengjur hafa áður verið notaðar í öðrum fjöldamorðum Ísraelshers á Gasa, þar á meðal í árás sem var gerð í júní á skóla Sameinuðu þjóðanna, og árás í maí á tjaldbúðir í Rafah. Flestar sprengjur sem Ísraelsher varpar á Gasa eru skaffaðar af Bandaríkjunum.

Samkvæmt skýrslu sem var gefin út í mars af Stockholm International Peace Research Institute (SIPRI), fær Ísrael 99% af öllum sínum vopnum frá Bandaríkjunum og Þýskalandi: „Á árunum 2019–2023 stóðu Bandaríkin fyrir 69% og Þýskaland fyrir 30% af öllum vopnaflutningum til Ísrael“.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí