Litlu börnin á Gaza eru okkar börn

Kristinn Hrafnsson skrifar á fb síðu sína sláandi skýrslu frá kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Þar er verið að frumsýna heimildarmynd sem Kristinn segir að fjalli ,,um það gjald sem Julian þurfti að greiða í 14 ár, meðal annars fyrir að opinbera stríðsglæpi heimsveldisins sem stendur þétt við bakið á barnamorðingjunum.“ Kristinn minnir á að Julian hafi að lokum haft betur, einmitt vegna þess að fólk lét sig málið varða.

,,Julian Assange mætti í myndatöku í dag í bol með nöfnum 4,986 barna, öll undir fimm ára, sem ísraelsher hefur myrt á Gaza á hálfu öðru ári. Talan hefur hækkað síðan bolurinn var prentaður fyrir fáum dögum og ef ekki er gripið inn í strax bætast þúsundur nafna við, aðallega vegna hungursneyðar, áður en mánuðinn er á enda.“

Kristinn, eins og Julian Assange, minnir á mikilvægi þess að við munum að hver og einn einstaklingur skipti máli, og þá líka við sjálf í okkar stuðningi eða afskiptaleysi.

,,Þó að skipuleggjendur kvikmyndahátíðarinnar hér í Cannes hafi reynt að hindra eða draga úr pólitískri tjáningu á hátíðinni er útilokað að þagga niður í góðu fólki sem horfir upp á þjóðarmorð, fjöldaslátranir og yfirvofandi hungurdauða þúsunda á næstu dögum. Margir hafa látið í sér heyra. Þögnin er ekki valkostur.

Talan fer að nálgast jafngildi þess að öllum leikskólabörnum í Reykjavík sé slátrað.

Það verða allir að leggjast á eitt. Litlu börnin á Gaza eru okkar börn.

Og Kristinn Hrafnsson endar sína færslu á kröfunni: ,,Stöðvið morðin. Stöðvið Ísrael.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí