Mál Yazan komið í heimspressuna

Mál Yazan Tamimi er farið að vekja athygli utan landsteinanna. Fyrr í dag var fjallað um fyrirhugaða brottvísun hans á fjölmiðlinum AJ+, sem segja má að sé samfélagsmiðlasvið hins virta fjölmiðlarisa Al Jazeera. Í stuttum myndbandi á Instagram er farið yfir mál Yazan og ekki síst þau viðbrögð sem fyrirhuguð brottvísun hefur vakið.

Líkt og Samstöðin hefur áður greint frá þá hafa fjölmörg samtök svo sem Þroskahjálp og Duchenne Samtökin á Íslandi mótmælt því að Yazan verði bolað úr landi. Um helgina var fjölmennur samstöðufundur með Yazan haldinn. Fyrrnefnd samtök hafa sérstaklega vakið athygli á því að það gæti ógnað lífi hans að vísa honum úr landi.

Það er óhætt að segja að umfjöllun AJ+ hafi vakið athygli en nú sex klukkustundum eftir að það var birt eru lækin orðin vel yfir tíu þúsund talsins. Ætla að margfalt fleiri hafi horft á myndbandið. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí