Segir mál Atla Fanndal ekki flókið: „Ákveðin vonbrigði sem koma upp“

„Atli er drífandi einstaklingur og stundum fer kapp framar forsjá. Þetta er ekki flókið mál, það fer stundum titringur í fólk þegar það er prófkjör eða eitthvað þvíumlíkt. Ákveðin vonbrigði sem koma upp, fólk vonar að því gangi betur eða verr. En þegar niðurstöður koma, þá eru stundum tilfinningar sem eru í gangi. Þetta er ekkert flókið eða nýtt. Þetta mun gerast aftur og er mjög mannlegt.“

Þetta segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, um mál Atla Þórs Fanndals, fyrrverandi starfsmann þingflokks Pírata. Nokkuð mísvísandi fréttir hafa verið sagðar af því hvað kom til að hann sagði starfi sínu lausu. Björn Leví verður gestur Rauða borðsins í kvöld í fasta liðnum Þingið.

Menn tala um að það hafi verið Þórhildur Sunna sem hafi vikið Atla frá störfum, er það ekki rétt?

„Nei, það er ekki rétt. Virkar ekki þannig. Þingflokkurinn allur tekur ákvarðanir um starfsmannamál þingflokks, svo nei nei, það var ekkert svoleiðis.“

Píratinn Björn Leví Gunnarrson ræða stöðuna í pólitíkinni og á Alþingi við Rauða borðið í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí