„Bjarni er á harða hlaupum í eigin flokki undan kröfu um að hann tali harðar í útlendingamálum. Og sýni einhvern rasisma til að fá fólk heim. En ég hef ekki trú á því að Bjarni hafi meint þetta sem einhverja kynþáttafordóma. Ég held að hann sé ekki þannig.“
Þetta sagði Þóra Kristín Ásgeirsdóttir blaðamaður í pallborði Rauða borðsins fyrr í kvöld. Ásamt henni ræddu blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson, Frosti Logason og Karen Kjartansdóttir um komandi kosningar og ekki síst umræðuna um útlendingamál. Ummælin sem Þóra Kristín vísar í féllu í hlaðvarpsþætti Þórarins Hjartarsonar Einni pælingu en þar varaði Bjarni Benediktsson við „blöndun menningarheima“.
„Ég hef heyrt hægrimenn tala um þessi kristnu gildi og nauðsyn þess að við fáum hingað hælisleitendur sem hafa kristin gildi að leiðarljósi. […] Við erum með einhvers konar fjölmenningarsamfélag og það leggur okkur þær skildur á herðar að við leggjum rækt við inngildingu. Að við gerum eitthvað róttækt til að draga þetta fólk inn í samfélagið, til að börnin fái jöfn tækifæri, á við okkar börn. Það eru einfaldlega skyldur sem við tókum að okkur,“ sagði Þóra Kristín.
Umræðuna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.