„Bjarni er á harða hlaupum í eigin flokki undan kröfu um að sýna einhvern rasisma“

„Bjarni er á harða hlaupum í eigin flokki undan kröfu um að hann tali harðar í útlendingamálum. Og sýni einhvern rasisma til að fá fólk heim. En ég hef ekki trú á því að Bjarni hafi meint þetta sem einhverja kynþáttafordóma. Ég held að hann sé ekki þannig.“

Þetta sagði Þóra Kristín Ásgeirsdóttir blaðamaður í pallborði Rauða borðsins fyrr í kvöld. Ásamt henni ræddu blaðamennirnir Jakob Bjarnar Grétarsson, Frosti Logason og Karen Kjartansdóttir um komandi kosningar og ekki síst umræðuna um útlendingamál. Ummælin sem Þóra Kristín vísar í féllu í hlaðvarpsþætti Þórarins Hjartarsonar Einni pælingu en þar varaði Bjarni Benediktsson við „blöndun menningarheima“.

„Ég hef heyrt hægrimenn tala um þessi kristnu gildi og nauðsyn þess að við fáum hingað hælisleitendur sem hafa kristin gildi að leiðarljósi. […] Við erum með einhvers konar fjölmenningarsamfélag og það leggur okkur þær skildur á herðar að við leggjum rækt við inngildingu. Að við gerum eitthvað róttækt til að draga þetta fólk inn í samfélagið, til að börnin fái jöfn tækifæri, á við okkar börn. Það eru einfaldlega skyldur sem við tókum að okkur,“ sagði Þóra Kristín.

Umræðuna má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí