„Foreldrar hafa stutt okkur mjög vel“

„Tilfinningin mín hefur verið „vá þetta er að gerast í alvörunni“. Þessi tilfinning um að „já ég er ekki að fara í vinnuna í dag, þetta er bara skollið á“. Ég komst í gegnum svolítið af þvotti og hef verið finna mér eitthvað að gera. En þetta hafa verið frekar rólegir dagar.“

Svo lýsti Hulda Lovísa Ámundadóttir, deildarstjóri á Drafnarsteini, tilfinningunni að vera komin í verkfall í samtali við Rauða borðið. Nú þegar kennaraverkfall er skollið á af fullum þunga þá verður reynt að fylgjast með því í föstum liði, Verkfallsvaktinni. Ásamt Huldu kom Egill Helgason, einnig deildarstjóri á Drafnarsteini, að Rauða borðinu. Hann segir foreldra almennt sýna verkfallinu skilning.

„Foreldrar á Drafnarsteini hafa stutt okkur mjög vel en maður veit að þetta er óþægilegt og því á maður að fara varlega í það að einhver sé í fríi eða hafa gaman í verkfalli. En það er nóg að gera hjá okkur svo sem, við erum að fara að standa fyrir verkfallsvörslu. Ég hugsa að við förum saman að Drafnarsteini í fyrramálið, bara til að athuga hvort allt sé með felldu,“ segir Egill.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí