Frásögn Halls í svokölluðu fósturvísamáli stenst ekki skoðun

Yfirlýsing

Hallur Hallsson blaðamaður kom í viðtal á Samstöðinni þar sem hann sagði sögu sem kalla má fósturvísamálið fyrir Birni Þorlákssyni. Þessar lýsingar voru með ólíkindum, svo virtist sem fósturvísum hjóna hafi verið stolið og þeir notaðir til að færa mörgum hjónum börn, allt fólki sem er nafntogað í samfélaginu eða tengt nafntoguðu fólki. Ætla mátti að þetta samsæri næði um allar helstu stofnanir samfélagsins. Hallur lagði ekki fram neitt sem sannaði mál hans. Eftir einfalda athugun á hluta fullyrðinga Halls varð strax ljóst að þær stóðust ekki skoðun. Frásögn hans um þau atriði getur ekki verið sönn. Og þar með verður Samstöðin að vara hlustendur og áhorfendur við að leggja trúnað við frásögn Halls. Ekkert af þeim atriðum sem Samstöðin kannaði stenst og ekkert bendir til að önnur atriði séu sönn.

Samstöðin er opin vettvangur að því leyti að í þætti stöðvarinnar kemur alls konar fólk og segir sínar skoðanir og frá sinni reynslu. Vanalega leggur Samstöðin ekki mat á fullyrðingar fólks. Þetta mál er hins vegar með slíkum ólíkindum, svo ótrúleg saga, að það þótti rétt að kanna hvort frásögnin stæðist. Ekkert af þeim atriðum sem könnuð voru stóðust. Það er því líklegt að frásögnin sé ótrúleg, einmitt vegna þess að hún er ekki sönn.

Fyrir hönd Samstöðvarinnar
Gunnar Smári Egilsson ritstjóri

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí