Lítið greint frá því hvað Norðurlöndin voru að samþykkja

„Það mikilvægasta sem kom úr þessum fundi Selenskí til Íslands, á Norðurlandaráðsfund, að þar var tilkynnt að Norðurlöndin styðji þessa svokölluðu siguráætlun hans. Þetta er það sem kemur fram í fréttatilkynningunni sem var gefin út af þessum Norðurlandaráðsfundi, sem öll nefndin skrifaði undir. […] Við greindum frá því hérna á Samstöðinni, en það var voða lítið fjallað um það í íslenskum fjölmiðlum hvað var í þessum tvíhliða varnarsamningi sem Bjarni Benediktsson skrifaði undir með Selenskí. En á vefsíðu Selenskí var hægt að sjá samninginn. Þar kom fram hellingur sem hafði ekki komið fram.“

Þetta sagði Tjörvi Schiöth doktorsnemi í sagnfræði í viðtali við Rauða borðið sem sýnt var í gær. Þar reyndi hann að greina nánar frá því hvað Selenskí Úkraínuforseti var að biðja Norðurlöndin um þegar hann kom til landsins á dögunum. Hann segir að það hafi komið skýrar fram á vefsíðu Úkraínuforseta en í fjölmiðlum á Íslandi.

„Það er það sama hérna með þessa svokölluðu siguráætlun hans, ég hef bara séð það á mbl að Norðurlöndin styðji þessa svokölluðu siguráætlun hans. Það var ekki minnst á þetta í kvöldfréttum RÚV. En það er aldrei tekið fram hvað er í þessari siguráætlun hans,“ segir Tjörvi en í viðtalinu sem sjá má hér fyrir neðan fer hann nánar yfir akkúrat það, um hvað sú áætlun snýst í raun og veru.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí