„Við sjáum það ekki svo grannt, enn sem komið er, en við óttumst hins vegar að þegar pólitíkin stígur fram, svona af fullum krafti, á þeim tíma þegar við erum vön að fólks é að tala um bækur. Að skiptast á skoðunum um bækur, fjölmiðlarnir hafa pláss fyrir bækur. En þegar kosningar koma beint ofan í þann tíma þá verður maður pínu uggandi.“
Svo svarar Sigþrúður Gunnars, framkvæmdastjóri Forlagsins, spurð að því hvort kosningar rétt fyrir jól séu að hafa neikvæð áhrif á bóksölu. Sigþrúður kemur að Rauða borðinu í kvöld og ræðir árekstra bóksölu og kosninganna. Margt bendir til þess að ekkert jólabókaflóð verði í ár, stöðvað af flóðgörðum í formi Alþingiskosninga. Sigþrúður telur auk þess að það hafi líklega bætt gráu ofan á svart, hve skamman fyrirvara kosningarnar fengu.
„Maður er uggandi yfir því að bókin þarf að víkja, sérstaklega núna þegar kosnignar eru boðaðar með svona ofboðslega skömmum fyrirvara. Það er ekki mikið plás og það er auðvitað lýðræðislega mikilvægt að fjalla um þá flokka og það fólk sem er að bjóða sig fram. Hvort tveggja er mikilvægt. En við vitum ekki enn hve mikil áhrifin verða, en við sjáum eftir tímanum sem fer í annað en bækur,“ segir Sigþrúður.
Hún mun fara nánar yfir þessa stöðu við Rauða borðið í kvöld.