Talsvert fleiri strikuðu út Bjarna og Þórdísi en Þórð Snæ

„Nú loksins hafa verið birtar tölur um útstrikanir hjá Sjálfstæðisflokknum í suðvesturkjördæmi. Þá kemur í ljós að formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins voru með afgerandi fleiri útstrikanir en Þórður Snær Júlíusson,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor emeritus í félagsfræði, á Facebook og lætur myndina sem sjá má hér fyrir neðan fylgja.

Þar kemur fram að 544 kjósendur Sjálfstæðisflokksins strikuðu út Bjarn Benediktsson, formann flokksins, og enn fleiri, eða 591 manns, vildu ekki varaformanninn, Þórdísi Kolbrún Gylfadóttur. Líkt og Stefán bendir á þá er það talsvert fleiri en strikuðu út Þórð Snæ Júlíusson, fjölmiðlamann og frambjóðanda Samfylkinnar. Hann hafði bakað sér óvinsældir margra innan flokksins eftir að áratugagömul en kvenfjandsamleg skrif hans voru dregin fram í dagsljósið. Samtals voru 295 sem strikuðu hann út.  

Stefán heldur svo áfram og skrifar:

„Hlutfall kjósenda viðkomandi flokks í kjördæminu er einnig sýnt. Um 3% kjósenda Samfylkingarinnar strikuðu yfir Þórð Snæ en 3,6% hjá Bjarna og 3,9% hjá Þórdísi Kolbrúnu. Þórður Snær virðist mega vel við una í þessum samanburði.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí