Börn sofi í fangelsum en þingmenn búi við lúxus

Guðmundur Brynjólfsson djákni, skáld og rithöfundur bendir á að ekki sé sama Jón og séra Jón þegar kemur að því að finna pening hjá íslenska ríkinu í ólík verkefni.

Þannig hafi Salvör Nordal umboðsmaður barna sagt í frétt um síðustu helgi:

„Það hafa verið áætlanir frá 2015 um að byggja nýtt úrræði fyrir börn með fjölþættan vanda og það úrræði er ekki enn komið á byggingarstig.“

Komið hefur nú á daginn að börn í bráðavanda hafa verið vistuð í afdönkuðum fangaklefum í Hafnarfirði.

„10 ár og ekkert hefur gerst, – jú annars það er búið að bæta starfsaðstöðuna á Alþingi heil ósköp, byggja skála og skrifstofur og Guð má vita hvað ekki,“ skrifar Guðmundur á facebook og bætir við:

„Já og talandi um Alþingi, þar á bæ voru snör handtök uppi þegar leysa þurfti úr ,,húsnæðisskorti“ Samfylkingarinnar á dögunum eftir að þingmenn höfðu gert sig að heldur meiri fíflum en venjulega þrefandi um hver ætti að vera í hvaða herbergi.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí