Hvíta fjöldamorðingjanum lýst sem „einfara“

morðingi svíþjóð

Búið er að nafngreina manninn sem ber ábyrgð á stærsta fjöldamorði Svíþjóðar. Hann heitir Rickard Andersson og er grunaður um að hafa ráðist inn í Risbergska-skólann í Örebro.

Aftonbladet greindi frá og hefur eftir lögreglunni þar í landi að Andersson hafi verið „einfari“ sem glímdi við bæði félagslegan -og geðrænan vanda og hafði ekki fengið inngöngu í herinn sökum þessa. Þá var hann með opinbert leyfi fyrir því að halda fjögur skotvopn.

Haft er eftir ástvinum að Andersson hafi einangrað sig, verið illa við fólk og hann hafi aðhyllst hægri-öfgafulla hugmyndafræði (incel).

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hóf Andersson sem er þrjátíu og fimm ára skotárás á skóla þar sem meðal annars er kennd sænska fyrir innflytjendur í bænum Örebro í Svíþjóð í gær. Sagt er frá því í sænskum fjölmiðlum að heyrst hafi í Andersson öskra „ni ska bort från Europa“ eða „komið ykkur burtu úr Evrópu“ á milli skothvella. Þá hefur Aftonbladet eftir heimildum að hann hafi verið með þrjá riffla, haglabyssu og hníf við árásina þar sem ellefu manns létust og sex eru enn á spítala. Talið er að Andersson hafi svipt sig lífi á vettvangi.

Athygli vekur að lögreglan í Svíþjóð hefur biðlað til þarlendra fjölmiðla að stíga varlega til jarðar í umfjöllun um málið og beðið fólk að draga engar ályktanir um ódæðið sem Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar hefur kallað verstu skotárás í sögu Svíþjóðar. Gárungar á vefnum hafa sést spyrja sig og aðra af hverju þetta sæti, hversvegna fjöldamorðinginn sé kallaður „einfari“ en ekki og réttilega hryðjuverkamaður?

-Það skyldi þó ekki vera vegna húðlitar sem er jú, hvítur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí