Rekinn eftir að hann neitaði að láta spillast

Óhætt er að segja að fjölmiðlungar berist nú á banaspjótum. Eftir stjórnarskiptin hafa komið fram stórar spurningar um erindi Morgunblaðsins á fjölmiðlamarkaði. Mun Samstöðin efna til hópumræðu í kvöld um hvort Mogginn hafi fellt grímuna.

Skærur Ólafs Stephensen, fyrrum aðstoðarritstjóra Moggans, og Stefáns Einars Stefánssonar, blaðamanns á Mogganum lýsa hitanum ágætlega.

Ólafur gaf í skyn í færslu á facebook í morgun að gott væri ef Morgunblaðsmenn hefðu sýnt fyrrverandi formanni atvinnuveganefndar Alþingis eins mikið aðhald í búvörulagamálinu og blaðið sýnir nú Sigurjóni Þórðarsyni þingmanni Flokks fólksins í strandveiðum.

Þetta hefur farið mjög illa í Stefán Einar Stefánsson, blaðamann á Mogga. Hefur þráður Ólafs nánast logað stafnanna milli og enginn hörgull á fréttnæmum afhjúpunum.

„Ertu að saka blaðamenn Morgunblaðsins um að haga fréttaflutningi sínum eftir því hvað snýr að hagsmunum eigenda blaðsins? Nú spyr ég – byggir þú slíkar aðdróttanir á því hvernig þú hagaðir þínum störfum þegar þú varst blaðamaður og ritstjóri á sínum tíma,” spurði Stefán Ólaf, fyrrverandi aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, heldur illur.

Ólafur svaraði að hann hefði einmitt ekki gert það. Þess vegna hafi hann verið rekinn á sínum tíma.

Stefán siðfræðingur og blaðamaður æsist þá svo um munar:

„Þú varst rekinn vegna þess að mönnum datt ekki í hug að vera með Evrópustrump í brúnni,“ staðhæfir hann. Taka nokkrir upp þau ummæli í athugasemdum og segja þau staðfesta að á Mogganum séu menn reknir vegna skoðana sinna.

Rauða borðið hefst á Samstöðinni klukkan 20 í kvöld. Þeir sem vilja styrkja stöðina geta gerst áskrifendur hér:

https://askrift.samstodin.is/askrift

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí