Viðtal á Samstöðinni vekur hörð viðbrögð

Stjórnmál 14. apr 2025

Varla hefur írafárinu linnt eftir sjóðheita umræðu milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Hallgríms Helgasonar um woke við Rauða borðið í þættinum Synir Egils en annað viðtal, pólitískt spjall Björns Þorlákssonar, sjónvarpsmanns á Samstöðinni, við Ólaf Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði í síðustu viku dregur dilk á eftir sér. Í viðtalinu fjallaði Ólafur meðal annars um málþóf og nú hefur doktor Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur skrifað opið bréf til Ólafs og sakar hann um sniðgöngu er kemur að fræðilegum rannsóknum.

Ólafur vitnaði til eigin skrifa og vitnaði til starfsmanna Alþingis sem þykir málþóf hið versta mál. Haukur bendir á að Ólafur hafi í engu getið rannsókna Hauks um málþóf, sem sæti furðu þar sem Haukur hafi sjálfur skrifað einu ritrýndu greinina sem hafi verið skrifuð um málþóf.

„Og ég bið þig um að fara ekki undan í flæmingi – því þú ert ekki litli maðurinn sem getur varið sig með að vita ekki betur og standa í góðri trú,“ skrifar Haukur og bætir seinna við:

„Mér vitanlega er bara til ein ritrýnd fræðileg heimild eftir íslenskan fræðimann um málþóf á Alþingi. Þú minnist ekki á hana. Það er grein mín í Stjórnmál og stjórnsýslu frá 2016 „Þingstörf á Alþingi 1991-2015. Kyrrstaða í breyttu umhverfi“. Sú grein byggðist á fræðilegum inngangi, tölfræðilegri samantekt og úrvinnslu á gögnum frá gagnagrunnum Alþingis og niðurstöðum. Fræðigreinin er í opnu aðgengi. Í umfjöllun þinni á Samstöðinni og á Facebook sniðgengur þú nefnda ritrýnda fræðigrein. Ég er stoltur af þessari grein sem er – séð úr baksýnisspeglinum – vönduð og gefur rétta mynd af því hvernig málþóf þróaðist á árunum 1991-2015.“

Þá gerir Haukur ýmsar aðrar athugasemdir og boðar aðra grein á morgun. Hann vill svör frá Ólafi.

Sjá tengil á fræðigrein Hauks hér:

Þingstörf á Alþingi 1991-2015. Kyrrstaða í breyttu umhverfi | Stjórnmál og stjórnsýsla

Í

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí