„SFS reynir að afvegaleiða umræðu með því að búa til fuglahræðu sem heitir „Norska leiðin“.
Þetta skrifaði Þórólfur Matthíasson fyrrum hagfræðiprófessor.
„En það er ekki verið að taka upp neitt sem kalla má Norska leið skv. tillögum atvinnuvegaráðherra. Það er bara verið að leita að svari við spurningunni: Hvert myndi verðið á uppsjávarfiski á Íslandi vera ef útgerð og vinnsla væri ekki innan sama fyrirtækis? Sjómenn hafa lengi furðað sig á þeirri staðreynd að verð á loðnu hefur oft verið mun hærra í Fuglafirði en Austfjarðahöfnunum.“
„Það er að mati Þórólfs tilraun til þess að afvegaleiða umræðuna að tala um norska leið í tengslum við veiðigjöldin.
„Það eina sem er norskt í þessu er varðandi uppsjávarfiskinn. Þá er verið að leita að markaðsverði á makríl og loðnu og fleiri uppsjávartegundum vegna þess að það myndast ekkert markaðsverð á Íslandi með þessar tegundir, vegna þess að öll sala sem á sér stað á hráefni er á milli tengdra aðila. Þeir hafa það verð sem þeim hentar á þessum uppsjávartegundum.“
Þórólfur segir að því sé ekki verið að taka upp neitt norskt líkan heldur aðeins verið að skoða hvernig kaupin gerast á eyrinni í Noregi, þar sem óháðir aðilar semja um verð uppsjávarfiska sín á milli. En ekki stendur til að ákvarða virði botnsjávartegunda út frá norska markaðnum.“
Frétt sem birtist á heimildin.is