Ekki rétt að verið sé að taka upp norska leið

„SFS reynir að afvegaleiða umræðu með því að búa til fuglahræðu sem heitir „Norska leiðin“.

Þetta skrifaði Þórólfur Matthíasson fyrrum hagfræðiprófessor.

„En það er ekki verið að taka upp neitt sem kalla má Norska leið skv. tillögum atvinnuvegaráðherra. Það er bara verið að leita að svari við spurningunni: Hvert myndi verðið á uppsjávarfiski á Íslandi vera ef útgerð og vinnsla væri ekki innan sama fyrirtækis? Sjómenn hafa lengi furðað sig á þeirri staðreynd að verð á loðnu hefur oft verið mun hærra í Fuglafirði en Austfjarðahöfnunum.“

„Það er að mati Þórólfs tilraun til þess að afvegaleiða umræðuna að tala um norska leið í tengslum við veiðigjöldin.

„Það eina sem er norskt í þessu er varðandi uppsjávarfiskinn. Þá er verið að leita að markaðsverði á makríl og loðnu og fleiri uppsjávartegundum vegna þess að það myndast ekkert markaðsverð á Íslandi með þessar tegundir, vegna þess að öll sala sem á sér stað á hráefni er á milli tengdra aðila. Þeir hafa það verð sem þeim hentar á þessum uppsjávartegundum.“

Þórólfur segir að því sé ekki verið að taka upp neitt norskt líkan heldur aðeins verið að skoða hvernig kaupin gerast á eyrinni í Noregi, þar sem óháðir aðilar semja um verð uppsjávarfiska sín á milli. En ekki stendur til að ákvarða virði botnsjávartegunda út frá norska markaðnum.“

Frétt sem birtist á heimildin.is

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí