Jón Gunnarsson gagnrýnin á Víði

Jón Gunnarsson á Alþingi í dag:

„Ég vil tilkynna hinu háttvirta Alþingi það að ég hef á pólitískum forsendum tilkynnt Útlendingastofnun um nokkra einstaklinga sem ég hef hugsað mér að veita ríkisborgararétt og um nokkra sem ekki kemur til greina að fái ríkisborgararétt. Ég reikna má með að fá mikinn skilning á þessari tillögu minni hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna og þá sérstaklega formönnum þingflokkanna. Við sjáum öll, virðulegur forseti, hversu galin vinnubrögð þetta eru. Hér er tekin geðþóttaákvörðun sem gengur gegn lögum og jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þetta er samkvæmt þingskapalögum þagnarskyldubrot sem gæti varðað við hegningarlög, eins og segir í 52. gr. þingskapalaga:

„Þingmaður hefur þagnarskyldu um upplýsingar sem hann hefur fengið í starfi sínu ef þær eiga að fara leynt samkvæmt lögum eða lögmætri ákvörðun þess sem veitir upplýsingarnar, sbr. 136. gr. almennra hegningarlaga.“

Þetta mál hefur ekkert að gera með einstaklinginn sem hér er undir, virðulegur forseti. Það getur vel verið að það sé gott og blessað að hann fái ríkisborgararétt. Ég geri engar athugasemdir við það í sjálfu sér. Ég geri hins vegar alvarlegar athugasemdir við það að formaður allsherjar- og menntamálanefndar finni sig knúinn til þess að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir Útlendingastofnunar með því að leka upplýsingum úr nefndinni og brjóta þar með lög, til þess eins að mál sem er ríkisstjórninni óþægilegt hverfi. Það má hafa samúð með þeim einstaklingum sem hér eiga undir en við höfum lög í landinu sem ber að fylgja í þessum málum sem öðrum. Ég hef áður gert athugasemdir við vinnulag þingsins um veitingu ríkisborgararéttar. Hér kristallast að einhverjir fái forréttindi. Verið velkomnir í VIP-röðina. Kvöldið áður en þessi galna tilkynning kom fram hafði dómsmálaráðherra réttilega hafnað því að fylgja ekki lögum. Ef meiri hlutinn var svona ákveðinn í því að veita þessum einstaklingi ríkisborgararétt hefði honum verið í lófa lagið að leggja fram rökstutt, annað en skýringin sé sú að málið sé pólitískt, frumvarp þess eðlis og fara með það í flýtimeðferð. Verkstjórninni liggur svo mikið á að víða er mikið uppnám, virðulegi forseti. Nú er bara krafa okkar að ríkisstjórnin og ríkisstjórnarflokkarnir fari að vinna samkvæmt lögum og hætti að haga sér undir þessum formerkjum: Ég á þetta, ég má þetta.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí